Heima er bezt - 01.11.2008, Síða 34
Þó að Drottinn þyki snjall,
þá kom samt á daginn,
að þegar hann gerði þennan karl,
þá var hann ekki laginn.
Ellin sótti á skáldið, og ekki var það neitt ánægjulegt:
Ellinni fylgir ýmislegt,
sem ekki er létt að bera.
Það er að taka því með spekt;
það er um að gera.
I/Ia þessi œvi fer,
aðra vart ég hreppi.
Hygg ég betur hœfa mér
heimavist á Kleppi.
Jón vaknaði snemma, og var þá í góðu skapi til að yrkja:
Mitt í morgunsári
mætast nótt og dagur.
Hlœr í vorsins heiði
himinbláminn fagur.
Einn er ég á róli,
uni niður við sjóinn.
Blæjalogn - og bátur
burtu sérhver róinn.
Litlar, bláar bárur
brotna upp við steina.
Æður fleytir ungum,
ein - á milli hleina.
Fólkið bregóur blundi
og byrjar starfa nýja.
Senn mun þögnin þoka;
þarna flýgur kría.
Ástin er stór þáttur í lífí margra. Þau, sem fara hennar á mis.
eru ekki öfundsverð, samanber erindi Jóns úr Vör.
Ein er sál, sem aldrei kveikti
ungs manns gleði.
Ilmlaust blóm, er enginn snart
né auga léði.
Öfundsverð er ungmœr hver,
sem ástin gisti,
eina stund, þá einu stund,
þó allt sitt missti.
Arin líða, engin minning,
ást né gleði.
Ó, hve sárt að iðrast þess,
sem aldrei skeði.
Sá, sem hér stýrir ritvopni, var vinur Jóns úr Vör. Ég hefí
kynnt nokkur erindi eftir hann. Njótið þeirra. Kynnið ykkur
ljóð þessa skálds. Það borgar sig.
Alls komu 12 ljóðabækur út frá hans hendi.
Dægurljóð
Mikið hefur gengið á síðasta mánuð hér á landi. Bankahrunið
er stærst. Margir hafa misst háar ijárhæðir í klær gróðamanna.
Öruggasta ijárfestingin er enn sem fyrr fasteignir. Nú er þess
að vænta, að verðlag fari lækkandi á íbúðum og húseignum.
En ekki meira um það.
Ég gat þess í vísnaþættinum, að við Jón úr Vör hefðum
verið kunnugir. Til þeirra hjóna í Kópavogi, Bryndísar og
Jóns, átti ég mörg spor fyrr á tíð. Bækur sínar gaf hann
mér áritaðar. Eitt sinn skrifaði hann ljóð eftir sig framan
á fremra saurblað bókarinnar „Altarisbergið“, er Almenna
bókafélagið gaf út 1978. Ljóðið er mér helgað, og er á þessa
leið, dagsetningin er 21. maí 1987:
Efég kæmist einhvern tíma
í þann vanda,
íþína átt ég þyrfti að ríma,
þar mætti vera nokkur skíma.
Eitt má segja, ekki lengur
undan draga;
Þú hefur bjargað mínu minni
margoft - þakkir loks ég inni.
Veit ég lengi vit mig kann
að vanta í eili.
Til þín mun þá löngum leita,
Ijúft þér verður hjálp að veita.
Vinsamlegast,
Jón úr Vör.
Ég vík nú að óskyldum hlut.
Séra Friðrik Friðriksson, foringi KFUM og KFUK, var
sálmaskáld og mjög gott skáld, almennt talað. Hann orti
ljóð, sem drengimir í KFUM sungu, en hann sinnti þeim
fyrst og fremst.
Hér fer á eftir brot úr söng eftir séra Friðrik.
Vér komum hér saman með söng og strengjaklið,
hér sveima glaðar raddir um æsku, gleði og frið.
Hann ólgar og svellur og samhljóma fellur
sá söngrómur hvellur í Ijúfan gleðinið.
Vér syngjum um Drottin og dáðaverkin hans,
svo dýrð hans megi skína um sveitir þessa lands,
er bragnar það frétta, hve blómin hér spretta,
sem barnshendur flétta í Drottins sigurkrans.
514 Heima er bezt