Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.2008, Síða 39

Heima er bezt - 01.11.2008, Síða 39
r Alfheiður Bjarnadóttir Framhaldssagan - 10. hluti himinninn Ástar og spennusaga að vestan grætur „Hvert er erindið?“ spurði Andrea og reyndi að vera róleg. „Fyrirgefðu,“ sagði rödd Ómars. „Við erum væntanlegir samstarfsmenn þínir í versluninni og okkur datt í hug að kíkja við og kynna okkur.“ „Gjörið þið svo vel.“ Hún kíkti gegnum gægjugatið á hurðinni og sá þau koma upp stigann. Ómar var líkur sjálfum sér, jafn góðlegur og huggulegur að sjá og jafndökkur á brún og brá. Þessi Ragna var snotur stúlka og hélt á kassa í hendi. „Guð, vorum við að vekja þig?“ sagði Ragna og horfði vandræðalega en þó forvitin á Andreu. „Okkur langaði til að bjóða þig velkomna í plássið og fannst ófært að þú byrjaðir á mánudaginn án þess að hafa hitt Ómar að minnsta kosti. Já, ég er sem sagt Ragna í vefnaðarvörunni." „Eg er Ómar. Gerðu svo vel, hér er einhverskonar blómstrandi arfi úr garðinum mínum,“ og hann rétti henni stærðar vönd af síðsumarsblómum, sem hann hafði falið fyrir aftan bak. „Vertu velkomin, ég er nýráðinn verslunarstjóri í Bjömsvali.“ Hann horfði á hana fast og lengi. Nú ætlaði í alvöru að liða yfir Andreu. Þetta gat nú bara ekki gerst nema í skáldsögu. „Gjörið þið svo vel, óttalega er ég ógestrisin. Mikið er þetta vinsamlegt af ykkur. Þið verðið bara að afsaka að ég er enn í sloppnum, ég fór svo seint að sofa. Var að koma mér fyrir langt fram á nótt.“ Andreu fannst hún tala óeðlilega og í belg og biðu og reyndi að slappa af. Þau flýttu sér inn fyrir. „Hérna er terta með kaffinu,“ sagði Ragna. „Reyndar mín uppáhaldsterta. Þú ert kannski ekkert fyrir kökur,“ sagði hún svo kvíðin og leit á grannan líkama Andreu. „Jú, mikil ósköp. Ég er óttalegur sætindagrís,“ sagði Andrea Heima er bezt 519

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.