Heima er bezt - 01.11.2008, Page 41
„Heldurðu að þér leiðist? Viltu kannski koma í heimsókn til
okkar Palla í kvöld? Það verður smá gleðskapur.“
„Nei ég held ekki, þakka þér samt kærlega fyrir,“ sagði
Andrea. „Þið verðið orðin leið á mér á mánudaginn ef ég
hangi á ykkur alla helgina. Ég ætla að eiga það inni. Ég býst
við að það sé myndbandaleiga héma. Ég er að hugsa um að
skreppa út í dag og skoða mig um og fá mér spennandi spólu
í leiðinni, ef það verður ekkert áhugavert í sjónvarpinu.“
„Það er bara ansi gott úrval af myndum héma,“ sagði
Ragna „og svo fást frosnir skyndibitaréttir, mjólk og helstu
nauðsynjar í sjoppunni ef þig vantar í matinn.“
„Fínt,“ sagði Andrea, „ég athuga þetta allt á eftir.“
Svo kvöddu gestimir og fóru. Andrea stóð eftir með ótal
ósvöruðum spurningum sem brutust um í höfði hennar. Hún
fékk sér síðustu dropana úr kaffíkönnunni og kveikti sér í
þriðju sígarettunni. Hún yrði nú að passa sig á að verða ekki
of háð tóbakinu og borða minnsta kosti eina góða máltíð á
dag. Það var bara svo leiðinlegt að elda fyrir sjálfa sig, svo
ætlaði hún alltaf að hætta alveg að reykja, en allt hefur sinn
tíma, eins og Jömndur segir hugsaði hún.
Þessi eldraun var afstaðin. Hún var viss um að Omar hafði ekki
grunað neitt, enda var hún gjörólík stúlkunni sem hann hafði
þekkt. Kastaníubrúni háraliturinn með fallegum kopargylltu
strípunum var eðlilegur í stuttum hrokknum lokkunum.
Hún hafði gætt þess að kaupa birgðir, ef þessi litur fengist
ekki í Bjömsvali, sem hún bjóst nú ekki við. Augun voru
dökkbrún, vegna lituðu linsanna sem hún hafði útvegað sér
erlendis frá og augnahár og brúnir, fallega svarbrúnt. Hún
var sólbrún á hörand og hún ætlaði að biðja Jörund um
að útvega eins og tvo ljósabekki og láta gera aðstöðu fyrir
sturtur og snyrtingu í auðu plássi sem hún vissi að var á bak
við kaffístofu og snyrtingar starfsfólksins í Bjömsvali. Það
yrði ábyggilega vel sótt og þá gætu að minnsta kosti þrjár
manneskjur fengið vinnu á vöktum, við að sjá um staðinn.
Það var kitlandi tilfínning að hafa völd og geta stjómað
á bak við tjöldin og engan í Litlu-Vík myndi gmna að það
væri hún, þessi nýkomna, sem stæði á bak við og kippti í
spottana. Það var hálf ógnvænlegt, ögrandi og æsandi í senn.
AUÐUR OG VÖLD. Hún hafði ekki gert sér í hugarlund
fyrr en núna, hvað þetta vom mögnuð orð.
19. kafli
I eldhúsinu á hæðinni var Gústa að vaska upp leirtau sem var
búið að liggja í vaskinum og á eldhúsborðinu í marga daga.
Uppþvottavélin var búin að leggja upp laupana og hún fékk
ekki að kaupa aðra. Úlfljótur Hermannsson hafði harðneitað
því og sagt að hún gæti bara druslast til að vaska upp með
gamla laginu eins og aðrar húsmæður. Bannsett nískunös
sem hann var orðin með árunum.
Gústa var syfjuleg, ótilhöfð og reið, sem var nú bara daglegt
brauð. Inni í svefnherberginu lá Úlfljótur Hermannsson
og hraut hástöfum. Hann hafði ekki komið heim fyrr en
í morgunsárið, Gústu til ómældrar gremju. Sú var tíðin að
hún fylgdi honum eftir í gleðskapnum, en það varð alltaf
erfíðara og erfíðara að fá bamapíu, svo oftast varð hún að
sitja heima. Þessar stelpuskjátur þama í götunum, vildu fá
kaup í beinhörðum peningum og kók og hauga af sælgæti
svo þær lifðu af vistina. Bölvuð tilætlunarsemin í þessum
skepnum. Þær gátu sko átt sig fyrir henni. Allavega fengju
þær enga peninga, skárra að fleygja í þær gosi og einhverjum
snakk óþverra.
Það hafði nú komið fyrir að hún hafði skilið stelpuna eftir
sofandi, farið á eftir Úlla. Einhvem veginn hafði það borist
til eyma hennar óþolandi afskiptasömu foreldra, þessara
sínöldrandi fomgripa sem allstaðar vom til óþurftar og
faðir hennar meðhjálparinn, hafði tekið hana og Úlla til svo
rækilegrar yfírhalningar að hún mundi ekki eftir öðm eins.
Það var þó örlítil bót í máli að Úlli hafði ekki sloppið, árans
flækingurinn. Hún þorði því ekki að leika þann leik meira
og var hún þó ekki kjarklaus manneskja.
Við eldhúsborðið sat lítil telpa og litaði myndir í bók. Hún
var grannvaxin og slillileg, með ljóst hár og liðað og blágrá
augu. Engin ókunnugur sem sá þær Gústu saman gat ímyndað
sér að þær væm mæðgur. Það var heldur að fólk þættist sjá
svip Úlla á telpunni, því hann var svo ljós yfirlitum, en það
gat náttúrlega ekki verið þar sem hún var álitin dóttir Bjöms
heitins. Keli á Kríunni kom ekki til greina, þá hefði stelpan
verið eldrauðhærð, með þann háralit í báðum ættum.
Gústa þótti ekki alúðleg móðir. Það var alltaf einhver
hryssingur í henni við litla skinnið og aldrei gat Helena litla
gert henni til geðs. Úlfljótur var yfírleitt ákaflega afskiptalaus
um allt sem gerðist á heimilinu. Þó kom það fyrir að hann
tók svari hennar, þegar Gústa geisaði sem mest.
Gústa hafði varað Helenu við að vera með nein læti. Það
væri komin kona í risíbúðina sem vildi engan hávaða í börnum.
Helena var aldrei með læti, enda var það þýðingarlaust.
Hún var samt forvitin að sjá þessa konu og hlustaði spennt
eftir einhverjum umgangi frammi. Þó Gústa hefði fokreiðst
þegar Úlli kom dag einn heim, upprifmn yfír viðtalinu við
lögmanninn sem sá um erfðafé og eignir Andreu sálugu,
eins og hann komst að orði og sagðist vera búin að ráðstafa
risíbúðinni eftir fyrirmælum lögmannsins til stúlku sem ætti
að byrja að vinna í Bjömsvali um mánaðarmótin, þá sá hún
ljósan punkt sem hún gæti notfært sér. Það væri því ekki
óvitlaust að vingast við stúlkukindina, ef það mætti verða
til þess að hún liti eftir stelpunni svona eftir því sem Gústa
þyrfti á að halda. Það varð að hafa það þó þau fengju ekki
neinar leigutekjur af árans íbúðarlufsunni. Með einum eða
öðrum hætti skyldi hún Gústa Gabríels njóta góðs af þessari
heimtufrekju í lögmannsdruslunni sem hún hataði eins og
pestina, þó Úlli væri eins og slefandi kjölturakki þegar fundum
þeirra bar saman eða þeir töluðu í síma.
Guð, hvað hún hataði undirlægjuháttinn og snobbið í Ulfljóti
Hermannssyni.
„Já Jörandur. Það er nú líklega sjálfsagt. Maður gerir nú
líklega skyldu sína fyrir hæstaréttarlögmanninn. Nei, Jörundur,
þó það nú væri. Það er meira en sjálfsagt að bíða tilsettan
Heima er bezt 521