Heima er bezt - 01.11.2008, Síða 43
sér út á tröppurnar. „Alltaf er jafn gott að komast út í hreina
loftið,“ sagði Úlli og andvarpaði.
„Hvað segirðu, finnst þér ekki gott að vera heima hjá
konunni?“ spurði Andrea sakleysislega.
„Eg skal segja þér dálítið sem þú fréttir hvort eð er. í fyrsta
lagi er Gústa ekki konan mín, sambýliskona já, sennilega má
kalla hana það eða ráðskona væri ef til enn nær sanni. í öðru
lagi á ég voðalega bágt með að þola hana nú orðið og það
er löng saga bak við það sem ég er alveg til í að segja þér
þegar við kynnumst betur, sem ég vona að verði bráðlega.
Hann tók utan um axlimar á Andreu, sem færði sig tjær og
lét telpuna skipta um hendi svo hún væri á milli þeirra.“
Eg þekki þig, hugsaði hún, þú ert þegar farin að leika
gamlan leik sem mér finnst ég kannast við. Bíddu bara minn
kæri. Við skulum sjá hvort okkar leikur betur. Þetta er nú
bara rétt að byrja.
Helena horfði á Andreu og bros kviknaði í bláum
augunum, svo leit hún feimnislega undan, en hélt fast í
hendi hennar.
„Henni líst vel á þig,“ sagði Úlli. „Eg hef aldrei séð Helenu
hænast að ókunnugum. Það er eins og hún sé dáleidd af
þér. Það getur nú svo sem átt við um fleiri,“ bætti hann
svo við.
„Eigið þið ekki nema þetta eina barn?“ spurði Andrea.
„Þetta er dóttir Gústu, ekki mín.Við eigum ekkert barn
saman, sem betur fer.“
„Þama er búðin,“ sagði bamið.
„Já, þama er þinn örlagastaður og ekki langt frá mér,“ sagði
Úlli glaðhlakkalegur. „Allt í sömu lengjunni, búðin, sjoppan,
vídeóleigan, sem er líka með skyndibita, og bensínstöðin
hérna við endann.“
„Þá er best að ég kíki á spólur,“ sagði Andrea.
Hún var iengi að skoða og velja en fann svo tvær spennu-
myndir og eina dramatíska ástarmynd sem hún hafði ekki
séð. Aður en hún áttaði sig var hún komin að hillunni með
barnamyndunum. Hún brosti þegar hún sá að Helena hafði
mikinn áhuga á tveim ævintýramyndum og horfði á hana
með vonarglampa í augunum.
„Langar þig til að sjá þessar myndir?“ spurði hún telpuna,
sem kinkaði kolli. Svo dofnaði yfir svipnum.
„Tækið er bilað,“ sagði hún lágt. „Mamma sparkaði einu
sinni í það, þegar hún var voða reið við Úlla og mig líka,
en ég gerði ekkert, það er alveg satt. Mamma varð bara svo
voðalega reið.“
Andrea hugsaði að ekki hefði Gústu farið fram í geðprýðinni.
Barnið bar þess merki að vera kúgað. Það var eitthvað í fari
telpunnar sem smaug inn að hjamarótum hennar. Þér hefur
ekki verið velt upp úr ástúð litla mín frekar en þegar þú varst
smábarn og látin gráta tímunum saman og ekki líktist hún
móður sinni í útliti, svona ljós og fíngerð. Hún gæti alveg
líkst mér, hugsaði Andrea og fékk sting í hjartað.
MÉR auðvitað. Guð á himnum, hún er alveg eins og ég
þegar ég var á hennar aldri. Þá hefur Gústa sagt satt. Hún
hlýtur að vera dóttir pabba, HÁLFSYSTIR MÍN.
Andrea fann að blóðið þaut um æðar hennar af ofsahraða
og hjartslátturinn var eins og trumbusláttur í brjóstholinu.
„Ekki horfa svona. Ertu veik?“ spurði mjóróma rödd og
lítil hendi togaði í hennar.
Andrea áttaði sig. Hún hafði starað á Helenu litlu eins
og í leiðslu. Starað á sitt eigið andlit eins og hún væri að
horfa í spegil.
„Fyrirgefðu elskan, varðstu hrædd?“ sagði hún blíðlega
um leið og hún kraup niður hjá telpunni. „Ég var bara að
hugsa svo mikið. Heyrðu ég á myndbandstæki. Langar þig
að horfa á myndirnar hjá mér í risinu?“
Hamingjusvipur kom á telpuna, svo dofnaði aftur yfir
henni.
„Mamma verður kannski reið.“
„Ég skal spyrja hana sjálf,“ sagði Andrea. Hún skildi
ekkert í sjálfri sér. Bláókunnugt bam, dóttir Gústu og hún
var undireins búin að bjóða henni inn á gafl hjá sér. Hvað
var eiginlega að henni? Hún dró djúpt andann til að jafna
sig og stilla hjartsláttinn.
„Eigum við að fá okkur hamborgara eða pylsu?“ spurði
hún glaðlega um leið og hún tók í hönd Helenu og gekk að
afgreiðsluborðinu.
„Búin að ákveða þig?“ spurði Úlli jafn sæll og glaður
og áður.
„Já, og ég ætla að bjóða Helenu að horfa á bamamynd-
irnar.“
„Sú verður ánægð. Satt að segja er ekki margt sem gleður hana
eða skemmtir skinninu. Svo er tækið hjá okkur bilað.“
„Já, ég frétti það,“ sagði Andrea og brosti nú alveg eðlilega
þegar hún sá Gústu fyrir sér lyfta fætinum og þruma í
tækið.
„Við ætlum svo að fá okkur að borða. Gerirðu góða
hamborgara?“
„Þá bestu, en það er ekki hægt að láta þig borga fyrir
stelpuna líka.“
„Jú, ég sagðist ætla að bjóða henni og stend við það. Svo
ætla ég að fá nokkra frosna skyndirétti, t.d. stóran lasagna,
tvær pítsur og tvo hamborgara. Einn mjólkurlítra og tvo lítra
af kóki. Já, og tvo pakka af Winston light. Heyrðu annars,
bættu við tveggja lítra ís og ljórum Mars súkkulaðistykkjum,
þá get ég haft desert um helgina. Þá er það komið.“
Úlfljótur kallaði á aðra afgreiðslustúlkuna úr sjoppunni til
að steikja hamborgarana og frönskumar, sem þær ætluðu að
borða á staðnum og bað hana að steikja einn fyrir sig líka.
„Maður er ekkert farinn að éta, ég vaknaði svo seint, svo langar
mig að spjalla aðeins við þig úr því það er svona rólegt.“
Stúlkan horfði forvitnislega á Andreu meðan hún var að
afgreiða og Andrea sá að þetta var hún Binna, sem hafði
unnið á heilsugæslunni forðum daga. Hún var auðsjáanlega
mjög undrandi hvað þessi ókunna stúlka var að gera þarna
með Helenu og Úlla upp á hliðina, svona líka kumpánlegan.
Nú fá kjaftasögurnar fætur, hugsaði Andrea og hafði gaman
af. Eftir allt saman hafði hún litla lyst á hamborgaranum en
píndi hann þó mestallan í sig með frönsku kartöflunum. Henni
fannst gott að fá kókið sem var ískalt með klakamolum í.
Úlli og Helena borðuðu auðsjáanlega með mestu velþóknun
og leifðu engu.
„Það má ekki bjóða þér í smápartí í kvöld?“ hvíslaði Úlli.
Heima er bezt 523