Heima er bezt


Heima er bezt - 01.08.2009, Qupperneq 21

Heima er bezt - 01.08.2009, Qupperneq 21
Myndfrá Richmond við Halifax, 1889. Svo lentum við loksins við bryggju í New York. Við vorum strax flutt í veitingahús, sem danskur maður, með mikla ístru, réði fyrir. Með hjálp hans fann afi minn danska konsúlinn, sem átti heima þar í borginni, og útvegaði hinn siðamefndi okkur farbréf til Halifax. Og um leið vom allir peningamir okkar eyddir: síðustu fimm dalimir fóru fyrir nestið til ferðarinnar, en það entist ekki nálægt því alla leiðina. Við vomm aðeins eina nótt um kyrrt í New York, og kom þar ekkert markvert fyrir okkur, annað en það, að einn gesturinn, sem sat til borðs með okkur um kvöldið, ýtti mér ffá borðinu, af því ég hafði tekið sykur úr sykurskálinni á borðinu, með skeiðinni, sem var i bollanum mínum, og hafði þar af leiðandi bleytt sykrið í skálinni. En enginn virtist taka eftir þessu nema hann. Og hafi ég brotið borðreglumar, þá braut hann þær ekki síður með því að draga stólinn minn ffá borðinu, eða svo lít ég nú á það mál. Við stigum aftur á skip i New York, og fómm á land effir sólarhrings ferð. En hvar við lentum þá, get ég ekki sagt. Ég man það aðeins, að við vorum rifin upp úr fasta svefni um hánótt, og leidd nokkum veg í myrkrinu; svo gengum við upp tvær eða þijár tröppur, og inn í langan og mjóan sal fómm við; þar vom tvær bekkjaraðir eftir endilöngum salnum. Við tókum okkur sæti og biðum þess, sem að höndum bæri. Allt i einu heyrðum við blástur eins og í gufuskipi, og í sama vetfangi fúndum við að salurinn, sem við sátum í, var kominn á hreyfmgu. Fyrst fór hann hægt, og svo hraðara og hraðara, uns hann virtist hendast áffam óðfluga. Stundum fannst mér hann bmna aftur á bak, og aftur með köflum kastast niður brattar hrekkur. Ljósahjálmamir, sem héngu uppi í ræffinu í salnum, vom á stöðugu kviki, og allt titraði og mggaði þar inni, en þó á annan hátt en við höfðum vanist á skipunum. „Þetta er gufuvagn“, sagði afi minn, eftir litla stund, „að mér heilum og lifandi, þá emm við nú í gufúvagni“. Og amma lét í ljós sömu skoðun. Ég man að mér þótti þetta ferðalag mjög skemmtilegt, og var mikið að hugsa um það, hvemig þær skepnur rnundu líta út, sem svona gátu farið geyst yfír jörðina, því ég efaðist ekki um það, að einhvers konar dýr réðu þessari ógnarferð. Svo stöðvaðist gufúvagninn, þegar mig minnst varði. Enn einu sinni stigum við á skip, sem hélt áffam með okkur, meðffam Eimreið. ströndinni, allt til kvölds. Eftir því, sem við fengum síðar að vita, vomm við nú komin til borgarinnar Portland í ríkinu Maine. Við gengum þar upp á bryggju, og biðum þar, án þess nokkur virtist taka eftir okkur. Það var orðið mjög skuggsýnt, og veðrið var kalt. Nú var nestið okkar búið, og afi minn átti ekki einn skilding til i eigu sinni. Menn komu og fóru framhjá okkur, en enginn gaf okkur hinn minnsta gaum. „Við emm þó aldrei kornin alla leið - komin til Halifax?“ sagði afi minn. Amma mín þagði, en kreisti saman varimar; henni var ekki farið að lítast á útlitið. Hún vafði sjalinu sínu utan um mig, og svo biðum við enn nokkra stund þama á bryggjunni. „Ekki dugar þessi rækall,“ sagði afi minn loksins; „ég verð eitthvað að taka til bragðs.“ Svo gekk hann til manns, sem kom að rétt í því. „Halifax?“ sagði afí minn. “Hali f'ax!“ endurtók maðurinn. „Já, Halifax!“ sagði afi minn; „til Halifax - íslensk - sprogum ekki engelsku - til Halifax!“ „Halifax - Halifax!“ sagði maðurinn, með rödd, sem lýsti því, að hann vissi ekki, við hvað afi minn átti. „Já, Halifax - Halifax?“ sagði afi minn aftur i spyrjandi rómi, og henti um leið á húsin í kring. Nú skildi þessi ókunni maður, hvað afi minn vildi; hann hristi höfúðið og sagði: „Hotel! Hotel!“ „Enga peninga“, sagði afi minn; „getum ekki borgað - getum ekki betalað“. Maðurinn sagði eitthvað, sem við skildum ekki; svo benti hann okkur að koma með sér, og það gerðum við tafarlaust, þó maðurinn væri allískyggilegur í dimmunni. En afi minn sá ekkert ráð vænna, í þeim kringumstæðum, sem við vorum þá í. Maður þessi fylgdi okkur að stóru húsi, skammt ffá bryggjunni, og afi minn vissi strax, að það var gestgjafahús. Ógurlega feit kona tók á móti okkur, og vísaði okkur inn i herbergi, sem lítið borð og tvö uppbúin rtim voru í. Þessi feita kona var sérlega blíð við ömmu mína, og lét alltaf dæluna ganga. „Halifax“, sagði afi minn; „til Halifax - höfúm ekki peninga - kunnum ekki engelskt sprog“. En feita konan varð þá enn blíðari, og allt andlit hennar varð að einu hughreystandi brosi. Og afa mínum skildist hún Frá Halifax í Kanada um 1900. Heima er bezt 309
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.