Heima er bezt


Heima er bezt - 01.08.2009, Page 30

Heima er bezt - 01.08.2009, Page 30
Pjetur Hafstein Lárusson Sigríður, dóttir hjóna í Brekkubæ Fyrir svo sem hálfum öðrum áratug varð mér sem oftar gengið inn á fornbókaverslun eina í miðbæ Reykjavíkur. Sem ég var þar að gramsa í gömlum skræðum, rakst ég á litla bók, gamla og snjáða. Blómsturkarfan nefnist hún og er eftir þýska guðfræðinginn, skólamanninn og barnabókahöfundinn Cristoph von Schmid (1768-1854). Er hann af ýmsum talinn upphafsmaður barnabókmennta. Skrifaði hann bækur sínar í kristilegum anda. Bókin Blómsturkarfan er í íslenskri þýðingu Sigríðar Einarsdóttur, sem þýtt hefur úr ensku. Ekki er útgefanda getið ekki er útgefnada getið á titilsíðu, en við lestur formála, sem birtur er í þessari grein, kemur í ljós, að þýðandi annast sjálfur útgáfuna. Bókin er prentuð hjá Spottiswoode í Lundúnum. A tilitsíðu kemur ífam, að upplag hennar sé gjöf til prestekknasjóðsins á Islandi. Til gamans má geta þess, að sjóður sá var stofnaður, í þeirri mynd sem hann var í á þessum tímum, að tillögu Jóns Guðmundssonar ritstjóra Þjóðólfs og með samþykkt Alþingis árið 1858. Jón Guðmundsson var, eins og margir vita, einn ötulasti stuðningsmaður Jóns Sigurðssonar forseta í sjálfstæðisbaráttunni. En það er önnur saga. Bók sú, sem sagt var ffá hér að ffaman kom aftur á móti út árið 1869. Hún er 141 blaðsíða að stærð og í mjög litlu broti, tæpir 12 X 7 cm. En það var ekki aðeins þessi eina íslenska útgáfa Blómstur- körfúnnar, sem ég rakst á þama í fombókaversluninni forðum tíð. Þar var einnig að fmna aðra útgáfú sögunnar. Sú útgáfa er sýnilega all nokkmm áratugum yngri en útgáfa Sigríðar Einarsdóttur, en í henni er ekkert útgáfúár gefið upp. Samkvæmt samskrá íslenskra bókasafna, gegni.is, mun þessi útgáfa hafa litið dagsins ljós árið 1912. Nafns höfundar og þýðenda er að engu getið, ffekar en útgáfúárs. Þó dylst ekki, að um er að ræða endurútgáfu á þýðingu Sigríðar Einarsdóttur. Þessi önnur útgáfa Blómsturkörfunnar er prentuð í nokkuð stærra letri en sú fyrsta, enda er brotið stærra, rúmir 15X10 cm. Aftur á móti er blaðsíðufjöldinn sá sami. Útgáfa þessi er prentuð í Islendingabyggðum vestan hafs, nánar tiltekið í prentsmiðju Ólafs S. Torgeirssonar í Winnepeg. Enda þótt það sé ekki beinlínis viðkomandi Blómsturkörfunni, er ekki úr vegi að fjalla lítillega um Ólaf S. Thorgeirsson, en að öllum líkindum hefur önnur útgáfa Blómsturkörfúnnar í íslenskri þýðingu Sigríðar Einarsdóttur ekki aðeins verið prentuð í prentsmiðju hans, heldur verður að teljast líklegt að hann sé útgefandi bókarinnar. Ólafur fæddist á Akureyri árið 1864, sonur Þorgeirs Guðmundssonar gullsmiðs frá Bjamarstöðum í Blönduhlíð og konu hans, Sigríðar Ólafsdóttur ffá Hvammi í Eyjafirði. Hann hóf prentnám í Prentsmiðju Norðuramtsins árið 1878 og starfaði þar, allt þar til hann fluttist vestur um haf árið 1887. Varð hann fljótlega einn af forystumönnum Vestur- Islendinga og gekkst m. a. fyrir stofnun blaðsins Lögbergs og var formaður prentverks þess rits í 17 ár. Árið 1905 stofnaði hann svo eigin prentsmiðju auk útgáfú. Merkasta útgáfúverk hans var tvímælalaust Almannakið, en útgáfú þess hóf hann skömmu fyrir lok 19. aldar. Hélt útgáfa þess áfram eftir lát Ólafs, eða allt fram til ársins 1953. Ólafur S. Thorgeirsson lést í Winnipeg árið 1937. En víkjum nú aftur að Blómsturkörfúnni. Það átti fyrir þessari litlu sögu að liggja, að koma út á íslensku í þriðju útgáfunni, en það var árið 1944 og þá hjá bókaútgáfúnni Norðra. Var sú bók prentuð í Prentverki Odds Bjömssonar á Akureyri. í þessari útgáfu hefur titill bókarinnar tekið lítilsháttar breytingum og heitir hún nú Blómakarfan en ekki Blómsturkarfan. Höfundar er getið á titilsíðu, en þýðanda ekki. Aðeins er sagt, að um sé að ræða lauslega þýðingu fyrir böm og unglinga. Við lestur sögunnar í þessari útgáfú Norðra, kemur þó í ljós, að hér er á ferðinni lausleg endursögn á þýðingu Sigríðar Einarsdóttur, en ekki lausleg þýðing á þýskum frumtexta sögunnar, né heldur ensku þýðingunni, sem Sigríður notaðist við, þegar hún þýddi söguna á íslensku. Endursögn þessi skiptist í 22 kafla en fyrri útgáfumar tvær, em hvor um sig 23 kaflar. 31 8 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.