Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 01.02.1973, Blaðsíða 8

Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 01.02.1973, Blaðsíða 8
POPP-ÞÁTTUR Þegar slíkt sem þetta er skrifað, gætir ætfð hlutdrægni hvers og eins, sem gefur að skilja því að sjálfsögðu fer það eftir smekk höfundar o.s.frv. En sleppum þvf. Hér skal drepið á nokk- ur atriði varðandi nokkrar hljómsveitir og þá fyrst: Emerson Lake og Palmer. Ein- faldlega beztir samkvæmt síðustu kosning- um blaðsins Melody Maker. Keith Emerson, konungur orgelsins, er hann kallaður og vissulega ber hann það nafn með rentu. Hann er fæddur 12. nóv. 1944, í Landashire. Aður var hann höfuð- paur og organisti í The Nice en nú gegnir hann því sama hlutverki í ELP. Greg Lake, hann er fæddur í London þann 10. nóvember 1947. Hann hóf feril sinn sem liðsmaður þeirra snillinga Robert Fripp, Ian Mcdonald og Mike Giles í King Crimson, en nú þjónar hann hlutverki bassista, söngvara og lagahöfunds ELP. En sá síðasti Carl Palmer er fæddur þann 20. marz 1950 í Birmingham. Palmer er trommuleikari hljómsveitarinnar og hefur spilað með mönnum eins og "Atomic Rooster" og Arthur Brown. Vegna veru Emersons í Nice hafa margir haldið því fram að ELP sé eftirlíking þeirra, en það er alger vitleysa því með sameiningu þessara þriggja snillinga hefur mjmdast algerlega ný tónlistarstefna, gjör- ólík öðrum. Og um það segja þeir: Palm- er: Brian O'David fyrrv. trommuleikari Nice gæti aldrei spilað það sem ég spila, Lee Jackson gæti aldrei spilað það sem Greg spilar og Nice gæti heldur ekki spil- að okkar musík jafnvel þótt Emerson væri með þeim. Emerson: við meinum allt sem við gerum og okkur er skftsama um alla krftfk. Blaðasnápar taka einn okkar út úr og gagnrýna en þeir vita ekki að við erum ein heild og okkur ber að gagnrýna sem slíka, þeir kalla okkur Nice no. 2 en það erum við alls ekki við erum ELP og músík- in sem viðflytjum er frá ELP og engum öðrum. Þetta viðtal var tekið í upphafi ferils þeirra og má sjá að þeir hafa ekki borið kvíðboga fyrir framtíðinni enda ekki ástæða til eins og fram hefur komið.... YES: Segja má að sú stórkostlegasta hljómsveit hafi verið stofnuð árið 1968 af fjórmenn- ingunum Jon Anderson, Cris Squire, Clive Bailey og trommuleikara sem aðeins var kallaður Bob. Að sjálfsögðu hafa orðið miklar breytingar á hljómsveitinni og það kom að sjálfu sér stuttu eftir byrjun því þá hætti "Bob" og hinn mjög svo sérkenni- legi en tekniski trommuleikari Bill Bruford tók sæti hans. Mjög áttu þeir erfitt upp- dráttar og héldu áfram að vera "smá- . grúppa" sem spilaði á lélegu discoteki, unz einn til bættist í hópinn en það var organistinn Tony Kaye sem því miður var löngu kominn út úr heiminum eins og fleiri, en hvað með það, svo loksins kom

x

Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar
https://timarit.is/publication/1858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.