Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 01.02.1973, Blaðsíða 25

Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 01.02.1973, Blaðsíða 25
KATTARM ATUR: 25 10538; FORLEIKUR. Brjánn er sendisveinn. Það er oft gaman að vera sendisveinn. Brjánn er enginn venjulegur sendisveinn, ne-hei, það er nú eitthvað annað. Hann er nefnilega sfma- sendill. Öllum er vel við Brján. Hann er fríðleiks piltur, og það kemur jafnvel fyrir, að stúlka og stúlka sendir honum gimdarauga. Það gerir minna til, þó að stelpurnar f skólanum hlægi að honum. Hann nær sér þá aftur á strik með fullorðna fólkinu. Þú spyrð ef til viH, hvers vegna stelp- umar í skólanum hlæja að honum ? Ja... (illu er bezt af lokið) Brjánn er nefni- lega stuttklipptur. "Þið ættuð að vera stutthærðir, eins og hann Brjánn," segja mæðurnar við syni sína, sorgmæddri og þresdulegri röddu, þótt þær viti, að það er tilgangslaust að tala við þá með skynsemi. Brjánn er símasendHl. Hann gengur milli húsa með reikninga og skeyti í stórri, brúnni leðurtösku. Ekta leður. Þú ferð svo sannarlega viUur vegar, ef þú heldur, að Brjánn noti nokkuð annað en ekta. Það er af og frá. Brjánn er nú staddur fyrir utan stórt, hvítt fjölbýlishús. Hann opnar dymar var- færaislega (Brjánn er aUtaf svo varkár), gengur inn gang, (Brjánn lærði að ganga, þegar hann var átta mánaða, enda eru for- eldrar hans mesta fyrirmyndarfólk, góð- gjamt - gáfu hvorki meira né minna en 1000 ísl. kr. í Biafrasöfnunina - og reglu- samt með AFBRIGÐUM) upp nokkrar tröppur, (Brjánn er þróttmikiU drengur, sem lætur sig ekki muna um að ganga rösklega upp nokkrar tröppur) og staðnæm- ist framan við hurð. Brjánn styður á bj ölluhnappinn. "Glinggló, klukkan sló. Bam, bam, bam," heyrist í bjöllunni. Brjáni er skemnt . "Skrýtin bjalla, að tarna," hugsar hann með sjálfum sér og brosir. Hann heyrir nú létt fjótatak nálgast, og augnataki sfðar er hurðinni svipt upp. Brjánn sýpur hvelj- ur af undrun. f dyrunum stendur grann- vaxin kona á þrítugsaldri. Hún er alls- nakin, og það, sem meira er; hún hefur aðeins tvö brjóstfff Konan hlýtur að vera trufluð á geði. Brjánn stendur dolfallinn og þögull fyrir framan hana; hann getur eigi haft augun af barmi hennar. Konan horfir rannsakandi og hlýlega á Brján og tekur loks eftir því, að hann starir á brjóst hennar. "ö, þú ert að horfa á kettina mína," seg- ir hún þýðlega og brosir, svo að skín í gular tennurnar. Hún tekur utan um ann- að brjóst sitt og otar þvf að drengnum. "Finnst þér hún ekki falleg?" spyr konan stolt. "Hún heitir Grfmheiður. Hin heitir Erla. Báðar læður, já - já." Brjánn mælir ekki aukatekið orð. Hann starir utan við sig á brjóstið, sem konan heldur fram að sé köttur og heiti Grím- heiður. Það er ekki fyrr en að Brjánn sér loðna kattarrófu liggja upp frá bak- hluta konunnar, að hann verður alvarlega hræddur. "Má e& ekki bjóða þér að vera kattarmatur hjá okkur í vikutíma, eða svo?" spyr kon- an vingjarnlega og brosir tælandi til Bjáns. Þá raknar hann loksins við sér. # "Nei, þakka yður kærlega fyrir. Ég er að Uýta mér. Eh, vertu sæl," kaUar hann óðamála og býr sig undir að hlaupa niður stigann. "Nei, bfddu aðeins," hrópar konan/köttur- inn til hans. Brjánn gengur að henni, tregur mjög. "Þú verður að kveðja hana Grfmheiði mína," segir konan, brosandi. "Klappaðu henni nú faUega, áður en þú ferð." Brjánn

x

Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar
https://timarit.is/publication/1858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.