Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 01.02.1973, Blaðsíða 4

Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 01.02.1973, Blaðsíða 4
RITNEFNDARGREIN Kæru þjáningarbræður og systur. Loksins, loksins kemur hið langþráða blað út. Blaðið sem þið hafið beðið eftir sfðan 1 haust, blaðið sem mestar vonir hafa ver- ið bundnar við frá upphafi blaðagerðar. Blaðið sem uppfyllir ykkar leyndustu von- ir. Já loksins kemur Blysið út, sneisa- fullt af skemmtilegheitum, því skásta sem við gátum týnt úr hinum vesæla andlega úrgangi nemenda. já það er alvarlegt mál með hina andlegu framleiðslu ykkar nemendur góðir, hún er ekki upp á marga fiska, og þó. Ekki vantaði áhugann á að senda eitthvað í blaðið, það barst alveg hellingur af athyglisverðu efni út af fyrir sig, en það var ekki ætlunin að gefa út KLAMBLAÐ, enda hefði það fengið lítinn hljómgrunn meðal skólastjórnarinnar, en allt efni sem barst og ekki fékk náð fyrir augum okkar ritnefndarmeðlima, er geymt á vissum stað. Þrátt fyrir miklar og erfiðar fæðingar- hríðar kom afkvæmið í ljós á réttvun tíma(?). Eins og gefur að skilja hlýtur afkvæmi okkar, að bera merki hinnar þimgu fæðingar og er auðsjáanlega kryppl- ingur andlega og sálarlega þó svo sé, þarf ekki endilega að vera leiðinlegt að kynnast afkvæminu, síður en svo saman- ber orð fylgdarmanna Börks er þeir voru að eltast við Gisla Súrsson: "Gaman þykkir oss at fíflinu ok horfa á þat, svá sem þat getr ærlega látið.". Eins og áður hefur verið skrifað er blaðið sneisafullt af skemmtilegheitum og mæli ég hiklaust með því sem vönduðu og skemmtilegu blaði, vel skrifuðu og fyndnu. Má í raun og veru segja að blaðið er einn brandari frá upphafi til enda. Tel ég mig ekki fara með nein ósannindi, þó ég skýri frá því að meira að segja sjálfri ritnefndinni þyki alveg óskaplega gaman að blaðinu og eru það mikil meðmæli. Ég ætla að nota þetta tækifæri og skýra lesendum frá einu stórkostlegu og hrylli- legu hneyksli, sem komið hefur upp hér f skólanum, án þess að nokkurn hafi grunað hvað væri á seiði, eða hvort það gæti skaðað einhvern, sem það því miður svo sannarlega gerir. Viss hópur manna hér í skólanum hefur gert sig sekann um svívirðilegt athæfi sem þung viðurlög ættu að varða við, en þvf miður eru engin lög svo áhrifarík að þau geti náð yfir þetta atriði, hvað þá refsað fyrir það athæfi. Furðu lítill hópur (fyrir utan sakborning- ana sjálfa) veit um þetta óhæfuverk. Ég held ég megi segja, að það sé aðeins rit- nefndin og svo ólafur nokkur Lárusson kroppaliðkari, viti um þetta. Astæða er þó til þess að láta þetta vitnast lengra, svo að hægt sé að hafa hendur í hári þeirra, sem troða tómum mjólkurhyrnum, súkkulaðibréfum, karmellubréfum, próf- verkefnum, glerbrotum og jafnvel óútfyllt- um (sem betur fer) hreinlætis eyðublöðum f póstkassa Blysins. Ooooohhh erðanú dónar. Virðingarfyllst 7899-4177 íslandjús vara-vara-vara- ritstj órinn.

x

Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar
https://timarit.is/publication/1858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.