Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 01.02.1973, Side 27

Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 01.02.1973, Side 27
Þótt þið trúið því ef til vill ekki, lesend- ur góðir, (ég fæ ekki séð, að það breyti málunum) þá var Brjánn nú staddur í flug- stjórnarklefa. í klefanum voru fjórir menn, sem kafnir voru önnum þessa stund- ina við að stjóma flugvélarræskninu. ”Hvað er þetta??" stundi aumingja Brjánn, utan við sig. "Er ég ekki úti? Hvar er ég? Hvaað... ?" "Heyrðuð þið txstið, strákar?" greip einn mannanna fram í. "Það var rétt, eins og að kanína væri að tfsta hérna aftan við mig." "Hættu þessu skvaldri, Asgeir," sagði einn hinna, hlæjandi. "Þú hefur torgað of mörgum bönunum og ert með kveisu." Asgeir snéri sér við og ætlaði að svara einhverju, en kom þá auga á Brjánsgreyið, er hýmdi úti f horni. "Nei, skof Sjáiði strákarTf" hrópaði Asgeir og benti á Brján. "Það er þá kanfna hér eftir allt samanf" Hinir mennirnir snéru ásjónum sfnum að Brjáni. Undrunaróp léku um loftið og sfðan þustu þeir allir - og Asgeir líka - að Brjáni og hófu að klappa honum og strjúka. "ósköp er þetta lítil, hvft og falleg kan- fna," andvarpaði Asgeir og hinir mennirn- ir tóku f sama streng, sem að vfsu var ekkert annað en grannur, slímugur nylon- kaðall, og skal það tekið skýrt fram hér, að hann var EKKI framleiddur af Hamp- iðjunni hf. í Reykjavík. Brjánn sá sér til mikillar angistar, að í stað handa, höfðu mennirnir allir litlar bjöllur, sem klingdi mikið í, þegar þær strukust við Brján. Kaldur sviti (u.þ.b. 20°C) spratt fram á vinstri augnabrún (þanxa rétt fyrir ofan augað - þið vitið.. ) Brjáns. "Sleppið mérf Ég er engin kanfnaf" hróp- aði Brjánn, ofsahræddur, en f eyrum mannanna virtist það aðeins veikt tfst. "Asgeirf Við gMymum að stjórna vél- innif" hrópaði einn mannanna, allt í einu, upp yfir sig og fórnaði höndum. "Segðu amma, Nonni minn," svaraði Asgeir glaðhlakkalega. "Þeir geta stjórnað vélinni sjálfir, ef þeir geta ekki greitt okkur hærri laun. Mér er skítsama, hvort vélin skemmist." Há húrrahróp bárust frá hinum mönnun- um. Þeir virtust allir vera samþykkir Asgeir, en nú gafst ekki stund til neins; hár brestur kvað við, og vélin tók ægi- legan kipp. Svo var allt brúnt. "Buldi bresturinn við," var það síðasta, sem Brjánn sagði. Einhver tók f öxl Brjáns og hristi hann duglega til. Hann leit upp. Fyrir fram- an hann stóð gömul kona, hær fyrir hvít- um. "Hvað er þetta, drengstauli ?" æpti hún hjáróma. "Þú ferð greinilega ekki eftir 63. grein f Lögreglusamþykkt Reykjavfkur, þar sem skrifað er: Nautgripir, sem færðir eru til bæjarins, skulu ávallt leiddir í bandi, nægilega traustu, og skal næg gæzla höfð á. Það er með öllu bannað að binda nautgrip f tagl á hesti." "Hva. .hvað áttu við?" stamaði Brjánn. "Ég á ekki einu sinni tagl." "Svona, svona, góði minn. Engan æsing," mælti gamla konan mildari f bragði. Brjánn leit í kringum sig. Hann var í gamaldags eldhúsi, búnu fátæklegum hús- gögnum. f einu horninu var gömul elda- vél, og f öðru horni var matarborð úr tré. Það var gamalt og þakið aHs kjms blettum og óhreinindum. A því stóðu tveir djúpir, spiamgnir diskar; annar þeirra fyrir framan Brján, sem sat á gömlum, þrffættum eldhúskolli. Gamla konan reis á fætur og að hræra f beygluðum tinpotti, sem stóð á eldavél- inni.

x

Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar
https://timarit.is/publication/1858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.