Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 01.02.1973, Blaðsíða 6

Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 01.02.1973, Blaðsíða 6
6 VIÐ ERUM HVORKI KOMMAR NÉ NAZISTAR Viðtal við stjórn Þjóðemishreyfingu íslendinga. Stjórn Þjóðernishreyfingar íslendinga skipa þrfr ungir menn, það eru þeir, Guðni Bragason, Gunnar Hrafnsson og Sigurður Jónsson, sem jafnframt er formaður. Sérlegur sendimaður Blysins átti stutt rabb við þessa ágætu menn, sem allir eru í landsprófi í Gagnfræðaskóla Austurbæjar. Aðspurðir hvenær hreyfingin hafi verið stofnuð svöruðu þeir þvf til að hún hafi verið stofnuð að frumkvæði formannsins hinn 1. des. 1971. Markmiðið væri að stofna seinna meir "eitthvað stærra og meira" þ.e. að stofna stjómmálaflokk þegar aldur er orðinn nægur. Er hreyfingin pólitísk? já hún byggist á þrem alþjóðlegum megin- reglum, svarar Gunnar. Þessar reglur eru: efla þjóðlegar venjur og siði, skil- yrðislaust einstaklingsfrelsi og ákvörðunar- frelsi án íhlutunar annara þjóða. En hvar standið.þið f pólitfkinni. Eruð þið hægrimenn, vinstrimenn, jafnaðarmenn eða bara Framsóknarmenn og þá ekki neitt? Þetta er allt óviðkomandi nútfma flokkun á pólitfskum hugtökum, sem algjörlega er óraunhæft að gera. Annars er svarið þeg- ar komið hér að framan. Hvað með landhelgismálið ? Eruð þið ánægðir með framgang þess? Nei. Það er sýnd allt of lítil harka gegn þessum sjóræningjum. Þessi stefna er algjörlega ósamboðin fslendingum gegn ótýndum glæpamönnum. Þessu svaraði formaðurinn. Það á að forðast það að semja, Bretar og V-Þjóðverjar geta ekki stundað veiðar án þess að við aðstoðum þá f einhverri mynd. Hvað hafið þið að segja um herstöðvarmálið? Málið er mjög flókið. Það þarfnast gagn- gerar athugunar. Landið verður að hafa varnir gegn utanaðkomandi ríkjum sem ógna sjálfstæði frjálsra þjóða með þvf að reyna að hafa áhrif á innan- og utanríkis- mál. Það er vissulega hvimleitt að hafa her f frjálsu landi, segir Guðni, og það er ósamboðið sjálfstæði íslands. íslend- ingar eiga að taka við störfum varnarliðs- ins, bætir Sigurður formaður við. A með- an heimurinn skiptist f hernaðarbandalög, verðum við f Nato. Nú, hvemig stendur á því að þið hafið tekið ykkur það nafn sem bæði nazistar og kommar hafa notað sér til framdráttar. Er ykkar framferði líkt þeirra? Nafnið hjá þessum flokkum er blekking. Við erum þeir einu sem hafa hina réttu ástæðu til að hafa þetta nafn. Það hefur áður komið fram. Við erum hvorki nazist- ar né kommúnistar. Nafnið hjá þessum

x

Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar
https://timarit.is/publication/1858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.