Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 01.02.1973, Blaðsíða 13

Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 01.02.1973, Blaðsíða 13
0 o © 0 "Einn - tveir, einn - tveir, upp - niður, upp niðurT Hvað er þetta, api?T Lengra upp með hálsinn. Lengra upp, kvígan þfn^ Ertu úr deigi, eða hvað. Djö. sagði vondi leikfimiskennarinn og fnæsti fyrirlitlega. Hann hafði unun af að kvelja. "Afi imbi, hvað sagði ég? LENGRA UPP MEÐ HALSINNff" Aumingja börnin. Þau stundu og blésu og másuðu og... "Þegið þið, strákar," öskraði vondi leikfimis- kennarinn á nokkur lítil börn, sem sátu stillt og prúð úti í horni. "Ef þið þegið ekki, þá bursta ég gólfið með ykkurf Og þú Sakarias þú ert alltaf kjaftandif" "En herra kennari," svaraði Sakarías, prúðmannlega. "Við vorum aðeins að tala um, hvar við gætum fengið gefin föt handa Hjálpræðishernum." Vondi leikfimiskenn- arinn hvæsti af gremju. "Þessi fjandans Hjálpræðisher," sagði hann, "er ekkert nema yfirskin." Aumingja prúðu bömin sátu, grjóti lostin, vegna þessarar ésvífnu framkomu leikfimikennarans. Þá stóð Sakarías hægt og ógnandi upp, leit f augu vonda leikfimikennarans og mælti djarf- lega: "Samkvæmt grein númer 125 í kafl- anum Brot á almannafriði og allsherjar- reglu f Almennum hegningarlögum nr. 19, 12. febrúar 1940, samanber lög númer 47, 27. júní 1941, lög númer 36, 17. júní 1944, lög númer 101, 23. desember 1950, lög númer 100, 7.desember 1951, lög númer 22, 3. maí 1955, lög númer 20, 1. marz 1956 og lög númer 31, 24. marz 1961, skal hver, sem opinberlega dregur dár að eða smánar trúarkenningar eða guðsdýrkun löglegs trúarbragðafélags, sem er hér á landi, sæta sektum eða varð- haldif "Komdu þér útf Straxf, æpti leikfimis- kennarinn og blés úr nös af gremju. "Nei," sagði Sakarías. "Þú ert skyldug- ur, til þess að kenna mér. f grein núm- er 141 um brot í opinberu starfi í Almennum hegningarlögum stendur: Opin- ber starfsmaður, sem sekur gerist um stórfellda eða ítrekaða vanrækslu í starfi sfnu, skal sæta sektum eða varðhaldi."

x

Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar
https://timarit.is/publication/1858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.