Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 01.02.1973, Blaðsíða 28

Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 01.02.1973, Blaðsíða 28
"Jæja, væni minn. Ég ætla að vona, að þú sért ekki, eins og þessir tveir dreng- ir, sem ég sá niðri á Laugavegi í gær," sagði sú gamla og horfði æfðum rannsókn- araugum á Brján. "Þú ert að minnsta kosti stuttklipptur. - já, þessir tveir drengir voru auðvitað með hárið langt niður á herðar. En, bfddu við - bíddu við. Það versta er eftir; þeir voru klæddir síðum , skésfð- um kápum af mæðrum sfnum. Og skórn- ir - ja minn beibff Þeir voru í skóm af sitt hverri gerð. FUSSUM, segi ég nú og ætfð. FUSSUM SVEI. Heyrðu, væni minn. Hefður þú nokkurn tfma bragðað á köflóttri T-súpu?" "Nei," svaríSði Brjánn. Hann varð að viðurkenna, að slfkt hefði hann aldrei gjört, en hann langaði svo sannarlega í nokkrar skeiðar, þvf hann var matlystug- ur. Já, matlystugur f háu veldi. Brjánn var sko ekki matvandur, þvf það máttu góð börn ekki vera. En matarlystin hvarf eins og dögg fyrir sólu, þegar Brjánn leit ofan f diskinn sinn. Súpan var jú köflótt, en ofan á henni flutu nokkrar aflimaðar mannstær. Yndisleg sjón? "Þetta voru beztu tærnar, sem ég gat fengið," sagði gamla konan ánægð með sjálfa sig, og smjattaði á einni tánni með tannlausum, skökkum túlanum. "Þær eru af manninum mínum. Hann liggur dauður inni á klósetti. Þegiðu, Drífaf" Síðustu orðunum var beint að fallegum páfagauk, sem sat skrækjandi uppi á gardínustöng. "Jæja, hvemig bragðast þetta svo?" spurði gamla konan og leit í áttina til Brjáns. En stráksi var horfinn. Hann hafði læðst út, þegar sú gamla sagði honum frá manni sínum. Brjánn lokaði eldhúsdymnum hljóðlega og leit í kringum sig. Hann var staddur f þröngum, dimmum gangi, lýstum með einum ryðföllnum olíulampa. A veggjun- um héngu málverk af ýmsum stórmennum, eins og t.d. Smiley smáborgara, Harry hippa og Lee Harvey Oswald. Það vakti furðu Brjáns, að þama voru einnig myndir af mestu lubbamönnum veraldar: Richard Nixon, Skepnunni Bréfsnef og Skepnunni Mao Tse-Tung. Þá tók Brjánn eftir hvítri hurð á veggnum andspænis sér. A hana var letrað stór- um, gullnum stöfum: SKÓLI. Hikandi gekk Brjánn alveg að hurðinni og lyktaði af henni. "Oj." Greinileg fangelsislykt. Vom þá allir skólar eins ? Allir skólar fangelsi fyrir nemendur? Brjánn roðnaði af blygðun. Faðir hans var nefnilega háttsettur maður í mennta- málaráðuneytisfiskbræðslukolavinnslu- gerðarstöðinni. Voru þá allir háttsettir menn imbar? Líka Umbi Roy??? Nei, svo hræðilega ægilegt gat það varla verið. Og þó? Klukkan sló. Ég sagði halló úti f mó. Brjánn tók f hurðarsnerilinn, snéri hon- um og togaði f hurðina, sem opnaðist þunglega. Hann gekk inn og sá og fann, að hann var kominn inn f stóra byggingu, þar sem var hátt til lofts og vítt til veggja, en að sama skapi leiðinlegt andrúmsloft. Framan við Brján voru tvær stórar dyr, sem báðar stópu opnar. Einnig vom dyr sitt hvorum megin við hann; einnig opnar og sást þar inn f fatahengi. Hann gekk beint áfram, gegnum aðrar stóm dyrnar. Kom hann þá að stórum, breiðum stiga. Upp hann gekk Brjánn. Þegar stigann þraut, var Brjánn staddur í nokkuð stórum sal, sem hafði svo leiðin- legan svip, að Brjánn beit f banana. Kringlótt klukka var á veggnum andspænis stigauppgöngunni. Hún var fimmtíu og

x

Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar
https://timarit.is/publication/1858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.