Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 01.02.1973, Blaðsíða 26

Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 01.02.1973, Blaðsíða 26
réttir út titrandi hendi, til að snerta brjóstið, sem konan otaði að honum. Hon- um finnst hann ætla að missa meðvitund, hann svitnar, heyrir konima stynja langt í burtu, og sér andlit hennar, eins og f móðu. Um leið og fingur hans þrýsta júgrið, hverfur konan á einhvem óskiljan- legan máta, eða hún breytist f stóran, grásvartan lakkrísmola, sem liggur á gólf- inu fyrir framan Brján, sem stendur högg- dofa og starir á molann. Þá heyrir hann (Brjánn) rödd innan úr íbúðinni: "BRAVÓ, vinur MINN. ÞETTA var svo SANNARLEGA meistaralega gertf Þú kemst örugglega í landsliðið." NÚ er Brjáni nóg boðið, og hann þýtur niður stigana. Við útidyrnar mætir hann miðaldra manni, er stöðvar hann og spyr: "Fyrirgefðu, væni minn. Getur þú sagt mér, hvort hér í húsinu búi hinn vfðfrægi Köttur Sumarliða- son Fress?" "Kleppur, Kleppur, KLEPPURf" öskrar Brjánn, hálf vitstola og hleypur fram hjá manninum, sem horfir undrandi á eftir hon- um og tautar með sjálfum sér, meðan hann afskrýðist sokkum sfnum: "Ja, þessir unGlinGar nú til dags. Og samt var pilturinn stuttklipptur, alveg eins og drengir eiga að vera." Maðurinn hættir að hugsa um Brján. Hann tekur vasahnfí úr silfri, fallega útskorinn og gulli prýddan, upp úr vestisvasa sfnum, beygir sig niður og sneiðir litlu tána af vinstri fæti sfnum, stingur henni upp f sig, smjattar og umlar, eins og hann vilji velta bragðinu vel fyrir sér. "Of salt - of salt," tautar hann dapur og vonsvikinn og hristir höfuð sitt, þungbúinn og niðurlútur. Hann klæðist aftur sokkum sfnum og rennir tánni niður, svo harkalega, að barkakýlið kippist greinilega til, og hann ropar hátt. "Tja, þetta leysir þó loft," segir hann við sig sjálfan og kinkar kolii viðurkennandi. Þegar Brjánn kom út um útidyrnar, kom hann eigi út undir bert loft, eins og hann hafði verið fullviss um. Hann gapti, sem þorskur og skimaði undrandi kringum sig.

x

Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar
https://timarit.is/publication/1858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.