Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 01.02.1973, Blaðsíða 14

Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 01.02.1973, Blaðsíða 14
14 "Nú er nóg komið, SakaríasT" æpti vondi leikfimiskennarinn og sló Sakarías í and- litið með hundasvipunni sinni. Sakarías féll máttvana á gólfið og sagði máttleysis- lega: ,rf 217. grein laga um manndráp og lfkamsmeiðingar segir: Hver, sem gerist sekur um líkamsárás skal sæta sektum, varðhaldi eða fangelsi allt að 1 ári.” "Burt með þessi lög. Burt. BBBUUUU- RRRRTTTTfrrrfT" æpti vondi leikfimis- kennarinn og sló Sakarías hvað eftir annað, þangað til hann varð allur blóðrisa og lá ósjálfbjarga á gólfinu. Þá loks hætti vondi leikfimiskennarinnar barsmíðinni og stóð kyrr, með svipuna upprétta, títrandi af bræði. Sakarías lyfti höfði sfnu upp af gólfinu og hvfslaði, svo að varla heyrðist: "í 211. grein laga um manndráp og líkams- meiðingar stendur: Hver, sem sviptir ann- an mann lífi, skal sæta fangelsi, ekki skemur en 5 ár, eða ævilangt." Svo gaf Sakarías öndina. Vondi leikfimiskennarinn greip um háls sinn, eins og hann væri að kafna og augu hans þöndust út f hryllingi. "Guð", hvfsl- aði hann. rAghuvA Kattarmatur.

x

Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar
https://timarit.is/publication/1858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.