Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 01.02.1973, Qupperneq 31

Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 01.02.1973, Qupperneq 31
”Ég vil taka," hélt hann áfram; "ég vil taka þaö skýrt fram, að ég svara yður aðeins, af því að þér eruð stuttklipptur. Þannig er mál í vexti, að við, stjórnend- ur þessarar virðulegu menntastofnunar, er ber hið virðulega nafn "Blót og Ragnfræða- skóli Austurbæjar," erum svo frjálslyndir, að við viljum gjarnan, að fólk fækki fötum, enda sjást þá línur líkamans betur. "En...," sagði Brjánn, en litli, skólastjór- inn greip fram f: "Þar sem þér hafið verið með þessa hræðilegu uppsteyt og ekki sýnt virðulegum góðborgurum tilhlýðlega virðingu, neyðist ég til þess, að kæra þetta fyrir Mennta- málaráðuneytisfiskfræðslukolavinnslugerðar- stöðinni, og það undireins." "Pabbi minn vinnur þar," sagði Brjánn stuttur f spuna (enda var spuninn frá Alafossi f Mosfellssveit). "Hann er imbi." "Hvað segið þér, fvar minn? Er faðir yðar virðingarmaður í þjóðfélaginu ? Hann skyldi þó aldrei heita Umbi Roy? Ekki það? Er það kannski Karfinn Magnús? Ha? Er það hann? Er það hann?" Stjórinn þybbni var greinilega í mikilli geðshræringu. Hann iðaði allur í sætinu, eins og hann hefði njálg á háu stigi. "Já," segir Brjánn. "já, Karfinn Magnús er faðir minn." "FYRIRGEFÐU mér, kæri, elsku bezti ívar," grét Nj. "Ég vissi ekki, að þú værir sonur háttsetts manns. Þú mátt vera f úlpunni þinni, hvenær sem þú vilt." "Þakka þér fyrir," sagði Brjánn þurrlega. "Vertu sæll." Þegar Brjánn kom út úr skrifstofu skóla- stjórans, stanzaði hann hjá hurð merktri: "KENNARASTOVA. " Hurðin var opin, og þegar Brjánn leit þar inn, sá hann feitan, alskeggjaðan mann á fertugsaldri. Hann var sköllóttur, en með þykkan hárkraga. Maður þessi var að tala við einhvem - Brjánn gat ekki séð hver það var - og sagði meðal annars: "Þegar ég var f vegagerðinni í sumar, þá földu strákarnir rakvélina mína, svo að skegg mitt óx og óx. Hihihi." Brjánn gekk áfram og opnaði hurðina, sem lá fram í salinn. En það var ekki sami salurinn, sem Brjánn kom nú inn f. Hann var staddur í feikilega stórum hljómleikasal. Á stóru sviðinu var heljar- mikil hljómsveit að athafna sig. Enginn áhorfandi, eða áheyrandi var í salnum. Brjánn stóð sem í leiðslu og hlustaði á hljómsveitina stilla saman hljóðfæri sín. Allt f einu varð celloleikara nokkrum, ung- um manni með mikið hár og skegg, litið þangað sem Brjánn stóð. "Hæ, þúT Komdu hingaðf" kallaði cello- leikarinn til Brjáns. Brjánn hikaði. Jú, þetta virtist ekki vera hættulegt. Hann gekk hægum skrefum gegn- um hinn stóra sal í átt að sviðinu. (Ath. Hljómleikasalnum verður ekki frekar lýst hér, enda mundi það of langt mál). "Heyrðu drengur minn," sagði celloleikar- inn, þegar Brjánn var kominn upp á sviðið. "Við ætlum að fara að leika 10538. For- leikinn, en söngvarinn okkar er veikur. Vilt þú syngja í stað hans? Hérna er textinn." Brjánn kvaðst ve.ra til í að syngja með. Þar sem hann hafði heyrt 10538. Forleik- inn áður, þá vissi hann, hvemig átti að syngja hann. Dynjandi gítarspil byrjaði, síðan kom celloið inn í, og smám saman bættust þannig öll hljóðfærin við. Brjánn söng: "Sástu hann hlaupa að stöðinni og brjóta beljuna með svefnbekknum ? Sástu hann hlaupa? Sástu hann falla ofan f smjörkrúsina og kafna? Sástu hann hlaupa að fjallinu og fella það niður með lykt sinni?"

x

Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar
https://timarit.is/publication/1858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.