Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 01.02.1973, Blaðsíða 21

Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 01.02.1973, Blaðsíða 21
21 ÍÞRÖTTASPJALL Þó virðast megi að íþróttalíf í skólanum sé með minna móti er þvf eigi svo farið f flestum tilvikum. Mjög mikil vöntun er á almennilegu húsnæði fyrir rúmfrekustu íþróttirnar svo sem körfubolta og hand- bolta. Valsheimilið hefur að ég bezt veit verið aðeins notað fyrir nokkra leiki 1 handbolta, en leyfi hefur ekki fengizt fyrir áframhaldandi not af því. En þó að margt megi gagnrýna í fþróttamálum skólans seg- ir þá enginn að ölafur vinur vor Lárusson standi sig ekki í að koma fjöri f stráka- kroppa f leikfimistímum. Til að fræðast um það er gerst hefur f íþróttamálum skólans það sem af er skóla- árinu, hafði íþróttasérfræðingur Blysins smá viðtal við formann íþróttanefndar skól- ans herra Elías Guðmundsson meðan aðrir nemendur voru að neyta andlegrar fæðu. Innanhússmót hafa ekki farið fram vegna þess að húsnæði af réttri stærð hefur vant- að, sagði Elías, en þó hefur blakmót farið fram. Þar var hörkuspennandi keppni aðallega í úrslitaleiknum, en leikar fóru svo að bekkjarlið M2 fór með sigur af hólmi. Skólaliðið f handknattleik lék tvo leiki við Armúlaskóla sitt hvoru megin við áramótin. Leikarnir fóru fram f svallstað menntskæl- inga, þ.e. f Laugardalshöllinni. Töpuðu okkar menn báðum leikjunum, markahlutfall ókunnugt. í körfuknattleik var leikið við Hagaskóla og áttu okkar menn í engum vandræðum með þá plebba. Að sögn Jónasar nokkurs Ketilssonar fór leikurinn 100 stig okkar gegn aðeins 20 stigum Hagaskólapilta. Elías fræddi mig á þvf að sundséní skólans hefðu tekið þátt f sundkeppni skólanna í haust. Piltar sýndu mikinn baráttuvilja og lentu í þriðja til fjórða sæti fyrir vikið. Stúlkurnar gerðu nokkuð betur og kræktu sér f þriðja sætið sem þær höfðu útaf fyrir sig. Úrvalslið úr menntadeildinni sigraði mennta- deildina f Kópavogi í blaki, glæsilega og einnig f körfuknattleik. Þegar hér var komið sögu vorum við tveir farnir að ótt- ast mjög að einhver þvottakona færi að skipta sér af okkar prívat rabbi svo við slitum tali okkar f hvelli, en sem kunnugt er, virðast blessaðar þvottakonurnar ráða öllu í skólanum og virðast vera á góðri leið með að taka skólastjórnina f sfnar hendur. Undirritaður kvaddi nú Elías Guðmundsson, formann fþróttanefndar, með virktum og bað hann lengi og vel að lifa, hvarf hann þvf í stofu sína þar sem tekið var á móti honum með miklum fögnuði viðstaddra. En undirritaður hvarf á mót dönskum kokhljóð- um í stofu 14, ojbara danska. Undirritaður; íþróttasérfræðingur allt- mögulegtmaður og vara-vara-vararit- stjóri Blysins. Sigurður Sigurðsson.

x

Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar
https://timarit.is/publication/1858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.