Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 01.02.1973, Blaðsíða 11

Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 01.02.1973, Blaðsíða 11
HIMNARÍKIS LJÖSIÐ viðtal við Erlend Jónsson kennara. Þykir þér ganaan að kenna? Frómt frá sagt JA. Annars væri ég ekki að þvx. Hvernig félki finnst þér bezt að kenna? Menntadeildixm og sjóvinnudeildum. Hvað finnst þér um fslenzkuna, sem ungl- ingarnir hér í skélanum láta sér um munn fara ? Ég heyri þá sjaldan tala íslenzku nú orðið . Kjarni og kraftur íslenzkunnar ætlar að gufa upp og týnast með minni kynsléð. Gætirðu hugsað þér að klæða þig eins og ungt félk nú á dögum og vera sfðhærður og skeggjaður? Ég er sjálfur UNGT FÖLK og klæði mig sem slíkur. Varðandi hárið - þá var því löngum spáð fyrir mér, að ég yrði snemma sköllóttur. Þess bfð ég, og þá er témt mál að tala um hár yfirhöf- uð, sítt og ekki sftt. Nú, svo er það skeggið, vilji menn sýknt og heilagt bera með sér sósur og grauta - békstaf- lega talað - þá er sjálfsagt að safna skeggi. Sjálfur hef ég enga löngun til að sjá í spegli, hvað ég át fyrir viku. Gætirðu lamið nemand? Eins og að drekka vatn. Hvað myndirðu gera ef nemandi lemdi þig? Taka boxhanzka með f næsta tfma. Hvað finnst þér um starfsbræður þfna hér f skélanum ? Mér finnst ekkert um þá, man aldrei eftir þeim. Hvaða íslendingasögu heldur þú mest upp á Njálu. Hver finnst þér rémantízkasta persénan f Njálu ? Valgerður, kona Björns úr Mörk, , af þvf hún minnir mig á gamlar kærustur. Hver hefur að þfnu áliti gert íslandi mest gagn frá fundi landsins til þessa dags? Æri-Tobbi, þvf hann var upphafsmaður nútfmaljóðlistar. Hver er uppáhalds hetja þfn úr Njálu? Hiáitur, þvf hann vann það afrek að sofa hjá fimmtugri kerlingu hálfan mánuð, samfleytt. Hvar stendur þú í pólitfkinni ? Mig hefur lengi dreymt um að setjast að á einhverju afdalakotinu og verða þröngsýnn hagyrðingur og framséknar- béndi. Það er mfn pélitík. Hvað finnst þér skemmtilegast ? Að fljúga með þotu til Malaga með rauðvfn og T-Bone steik fyrir framan mig. Hvað fer mest í taugamar á þér? Fjas f lífsreyndu kvenfélki. Hvaða matur finnst þér beztur? Þorskur, soðinn þorskur. Hvaða álit hefur þú á rauðsokkum? Ég er ekki sá maður, að ég sjái alls staðar rautt, þar sem eru lappir á kvenmönnum.

x

Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar
https://timarit.is/publication/1858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.