Heimaklettur - 01.12.1943, Blaðsíða 11

Heimaklettur - 01.12.1943, Blaðsíða 11
A sölutorginu í Algier, Skansinn og hófu skothríð á Krabbann með byssum sínum. Það var Bagge og mönnum hans ofraun að horfa á. Þeir réru á hléborða að Krabbanum og tóku hinn þjakaða skipstjóra með valdi um borð til sín. Síðan réru mennirnir vest- ur á bóginn milli hólmanna, í sama mund og sjóræningjaskipið sigldi inn á höfnina eftir merkjum frá Skansinum. Það gekk nú að með storm, og höfðu þá sjóræningjarnir nógu að sinna. Eftir margfaldar þjáningar náði róðrarbátur- inn strönd íslands, og Danirnir sluppu við þær þrautir, sem eyjaskeggjar urðu að þola. Sjóræningjarnir komust heilu og höldnu upp að Heimaey og sjóræningj- arnir í landgönguliðinu fengu liðsauka af skipunum. Þrír flokkar héldu af stað til rána, og var fyrir hverjum þeirra fánaberi með rauðan hálftunglsfána. Landgönguliðið, en í því voru yfir hálft annað hundrað manna, fóru frá Skans- inum upp að höfuðkirkju Eyjanna, Landakirkju, og eyðilögðu þar það, sem þeir fengu orkað. Höfðu kirkjuklukkuna að háði og spotti og skreyttu sig með messuklæðunum. Pressetrið á Ofanleiti var umkringt — og hertekið. Presturinn, Olafur Egilsson, varði óvinunum inn- göngu, en var barinn til jarðar, og með konu sinni, börnum og vinnufólki bund- inn og dreginn niður til Dönskuhúsa, þar sem þau voru lokuð inni. Prestsetr- ið var brennt til grunna og þar fórust nokkur gamalmenni, sem sjóræningjarn- ir töldu ekki ómaksins vert að hafa á brott. Þóra litla var hugstola meðan þessu fór fram. Þó var hún nokkurnveg- inn viss um, að illt var í efni. Ósköpin, sem á gengu, fóru að mestu framhjá henni. Hún skildi þó vel, að faðir henn- ar var hugsjúkur. Það hafði hann svo oft verið í kirkjunni, nema á jólahátíð- HEIMAKLETTUR 5

x

Heimaklettur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimaklettur
https://timarit.is/publication/1873

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.