Heimaklettur - 01.12.1943, Side 14

Heimaklettur - 01.12.1943, Side 14
vinum og villutrúarmönnum í Afríku- hitanum. Hugsaðu þér, að heyra aftur kirkjuklukkur heimkynnis þíns, hljóm- ríka sálma og móðurmál þitt. Vera um- vafinn ástríkum örmum, borða mat heimkynna sinna og hátta í eigin sæng, að hjáliðnu hinu hryllilega ævintýri, hinni aumkunarlegu martröð. Dönsku herskipin sigldu nú aftur um höfin og héldu illum óvinum fjarri. I>óra var nú uppkomin stúlka og al- vörugefin, enda harmþjökuð undir suð- rænni sól. — Og þegar jólin komu aftur, sat hún eins og stirðnuð í kirkjunni, við hlið móður sinnar, nálega eins og hún væri gestur. Það var faðir hennar, sem predikaði. Hann var miður sín af við- kvæmni og átti erfitt með að tala. Og móðir hennar grét stanzlaust. Allt í einu leit hún á dóttur sína lengi og alvarlega, tók í hendi hennar og hvíslaði: „Þóra litla. Manstu eftir sumarkvöldinu fyrir mörgum árum, þegar við biðum föður þíns í prestsetursgarðinum, og þú sagð- ir, eins og þú hafðir oft sagt: Mamma, koma jólin ekki bráðum aftur? Loksins eru nú jólin komin aftur. Við skulum gleyma sorgum okkar, þakka guði af öllu hjarta og styrkja pabba í starfi hans. Hann þarfnast okkar núna. Nú skulum við syngja hástöfum með, svo að pabbi og guð á himnum heyri raddir okkar“. Og svo sungu þær með. Þóra byrjaði hikandi, en sálmurinn rifjaðist upp fyrir henní. Hún skynjaði hið heim- ræna, en hið framandi hvarf í þoku. Ræða föður hennar hreif hana, jólablær- inn greip hana, og þegar hún gekk heim til prestssetursins, enn með hendi móð- ur sinnar í sinni, gat hún sagt af öllu hjarta: „Mamma mín. Guði sé lof. Loks- ins fengum við jól aftur“. Þýtt lausl. 1938 úr: Jul paa Havet. Vikingens Julenummer 1938. Jóh. Gunnar Olajsson ATH. Lesandinn hefur væntanlega haft það hugfast við lestur þessarar sögu, að höfundur henn- ar er danskur. Má af því ætla að hann dragi taum Dana þeirra, sem við þessa sögu koma, óþarflega mikið, Ritstj. TVEIR GÓÐIR. Einkalæknir Bismarks hét Schwenninger. Þeirra fyrstu kynni urðu með þeim hætti, að Schwenn- inger var sóttur til Mismarks, er hann þjáðist af illkynjuðum taugasjúkdómi. Fjöldi lækna hafði fengist við Bismark, en árangurslaust. Þegar Schwenninger kom til hans var hann nær dauða en lífi og stundi sáran. Schwenninger spyr hann um sitt fyrra líferni. Bismark bað sig und- anþeginn slíkum heimskuspurningum. „Þá er bezt að þér sendið eftir dýralækni, þeir spyrja ekki sjúklinga sína“, sagði Schwenninger. Bismark hló við þessu hranalega svari, þó veikur væri. En Sehwenninger varð einkalæknir hans upp frá þessu. MISGRIP. Olíukóngurinn Rockefeller hafði einu sinni keypt nýjar olíulindir og umboðsmaður hans þar sendi honum eina flösku af olíu úr lindum þessum til rannsóknar. Rockefeller fékk einum þjóna sinna flöskuna og bað hann að fara með hana í efna- rannsóknarstofu í borginni. Þjónninn lagði flösk- una frá sér um stund og gleymdi henni þangað til um kvöldið, að hann minntist fyrirskipana Rockefellers. I flýtinum tók hann flösku, er hann áleit vera þá, er Rockefeller hafði fengið honum, og fór með hana í efnarannsóknarstofuna. Daginn eftir fékk Rockefeller skeyti, er var á þessa leið: Þér hafið gert hina mestu uppgötvun þessarar aldar, fundið lindir með laxerolíu. Sannleikurinn er sá eini guð sem til er. Gandhi. „Því meir sem ég nálgast endalok lífs míus, þeim mun betur heyri ég hin ódauðlegu lög frá himni eilífðarinnar, sem bjóða mig velkominn". Victor Hugo. 8 HZIMAKLETTUB

x

Heimaklettur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimaklettur
https://timarit.is/publication/1873

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.