Heimaklettur - 01.12.1943, Side 26

Heimaklettur - 01.12.1943, Side 26
Þannig varð skósmiðurinn við hinn fagra Eyjafjörð á fáum árum einn ástsælasti höfundur íslenzkra barna- sagna. Ekki er ósennilegt, að vin- sældir hans meðal barnanna hafi einmitt orðið orsök þess, að hann leggur skósmíðaáhöld sín á hilluna og tekur að sér kennarastörf við barnaskólann í Reykjavík árið 1908, og dvelst við þann skóla í samfellt 11 ár, eða til ársins 1919. Það ár flyt- ur hann hingað til Vestmannaeyja og gerist kennari við barnaskólann hér. Sigurbjörn hefur ávallt dvalizt hér í Eyjum síðan og tekið ástfóstri við þetta byggðarlag. Kennslustörf hefur hann ávallt haft með höndum. Fyrst um 13 ára skeið við barnaskólann, en er heilsan tók að bila, 1 heima hús- um. Sérstaklega margir sækjast eftir enskukennslu hans og komast færri að en vilja. Skiptir fólk það orðið hundruðum hér í Eyjum, sem notið hefur kennslu hans í ensku. Má í því sambandi benda á, að Sigurbjörn hafði einn með höndum alla ensku- kennslu Reykjavíkur-skólans, þau ár, sem hann starfaði þar. Sýnir það, hversu óskipt traust skólastjórnin hefur borið til hans, þrátt fyrir það, þótt Sigurbjörn hafi verið að öllu leyti maður sjálfmenntaður. Það er óþarfi að fara að telja upp nöfn barnabóka Sigurbjarnar, svo kunnar eru þær um land allt. Þess má þó geta, að alls hafa þær verið gefnar út 1 50 þúsundum eintaka. Má af því marka, hversu vinsælar þær hafa verið og eru. Ennfremur hafa nokkrar sögur hans verið þýddar á erlend mál. Sem vænta má hefur hróður Sig- urbjarnar, sem skálds, ekki takmark- ast við landsteina íslands. í bókina ,,The North American book of Ice- landic verse'* eftir próf. Watson Kirkconnell, sem er safn kvæða 100 þekktustu höfunda Islands frá Eddu- kvæðum til vorra tíma, hefur verið tekið til þýðingar kvæði eftir hann. sem nefnist „Time and space“ (Tími og rúm). Það verður þó ekki sagt um kvæði Sigurbjarnar, að þau ein geti gert nafn hans frægt. Nei, það eru yndis- legu ævintýrin hans, sem bera nafn hans hæst. Ljóð hans eru unaðsleg, en sérstakra tilþrifa gætir þar ekki; samt sem áður eru þau vinsæl vegna þess, að yfir þeim hvílir blær hinn- ar látlausu fegurðar, sem gerir þau aðlaðandi, og kvæði hans „Yndis- lega Eyjan mín“, verður vafalaust enn um langan aldur, eins og hingað til, þjóðsöngur Vestmannaeyinga. Sigurbirni hefur verið fleira til lista lagt en skósmíði, ljóðagerð og frásagnarlist. — Hann er líka einn kunnasti skákdæmahöfundur þessa lands. Hefur honum hlotnazt fyrir skákdæmi sín sérstök heiðursviður- kenning frá Skákfélagi Reykjavíkur. En þrátt fyrir allt er Sigurbjörn Sveinsson fyrst og fremst skáld ís- lenzkrar æsku, gróanda þjóðarinnar. Með ritverkum sínum hefur hann tengzt vorgróðri íslands órofabönd- um helgra véa. Hann er hinn mikli myndasmiður barnanna. Sefjamjúk túlkun hans á hugðarefnum æskunn- ar, listræn nákvæmni, sem sjaldan missir marks, og einföld dýpt lýsinga. lits og efnis, samfara hárfínum smekk fyrir allri fegurð, hafa gert hann ís- lenzkum börnum flestum mönnum hjartfólgnari. 18 HEIMAKLETTOR

x

Heimaklettur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimaklettur
https://timarit.is/publication/1873

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.