Heimaklettur

Ataaseq assigiiaat ilaat

Heimaklettur - 01.12.1943, Qupperneq 30

Heimaklettur - 01.12.1943, Qupperneq 30
SAMGÖNGUMÁL VESTMANNAEYJA Vegalengdin frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur, þ. e. bein lína, er um 90 km. Sjóleiðin vestur um, milli sömu staða, fyrir Reykjanes, er um 112 sjómílur. Frá Vestmannaeyjum til Stokkseyrar eru 32 sjóm., og frá Stokkseyri til Reykjavíkur um 80 km. Landferð, þ. e. leiðin milli Lands og Eyja er aðeins , nokkrir km., en sá hæ'ngur er á, að leið þessi er því sem oftast ófær sökum brims. Flugvél er fjórðung stundar frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur, — sæmileg skip fara hina venjulegu siglingaleið á 8 til 10 klst. Stokks- eyrarleiðin tekur minnst 4 klst. á sjó, og röska stund á landi, en er oft ó- fær, g stundum snúið við rétt við innsiglinguna og haldið aftur til Eyja, 8 til 10 stunda volk, stundum meira. Þess ber að geta, að Stokkseyrar- ferðir eru aðeins farnar að sumri til, nánar frá því í maí og út október. Sex mánuði ársins — þar innifalið versta skammdegið — eigum við Eyjaskeggjar því við að búa hin öm- urlegustu skilyrði til að ferðast frá V estmannaey j um. Mörg dæmi má nefna til sönnunar því, hversu örðugt, hættulegt og tímafrekt það er á stundum, að kom- ast milli Eyja og annarra staða lands- ins. — Eg nefni hér tvö dæmi úr minni eigin reynslu í þessu efni: Einu sinni var ég 74 klukkutíma, þ. e. þrjá sólarhringa og tvo tíma far- þegi á vélbáti á leið frá Reykjavík til Vestmannaeyja. Þetta var um jól- in, — varðskip fann bátinn loks og dró hann með bilaða vél til Eyja; var hann þá kominn það langt suður af Eyjum á reki, að varðskipið var rösk- lega 7 stundir að sigla norður til Eyja með bátinn. Mörg skip höfðu leitað hans, en ekkert þeirra farið nægilega djúpt, fyrr en varðskipið fann hann, en það var, að segja má, á elleftu stundu, því að báturinn var orðinn mjög lekur, matur enginn til og lítið vatn. Var báturinn almennt talinn af. Eitt sinn var ég staddur á Aust- fjörðum og þurfti að komast til Eyja. Fyrsta reglulega ferð var eftir um það bil mánuð. Komst ég þá um borð í vélbát, áleiðis til Hornafjarðar, — hafði frétt, að það væri unnt að ná í flugvél í Reykjavík; um beina ferð til Eyja var ekki að ræða. Fyrir utan Hornaf jarðarós náði vél- báturinn 1 varðskipið Ægi, er var á leið austur á firði. Þar sem mér var tjáð um borð í varðskipinu, að það færi þegar um hæl og kæmi við í Eyjum — og ennfremur þar sem flug- ferðin var hæpin — bað ég um að fá að fljóta með, og fékk það. En viti menn, skipið fór óvart hina leiðina — norður og vestur, og loks til Reykjavíkur. Var ég þarna viku um borð. Þetta var um páskana. 22 HEIM AKLETTUR

x

Heimaklettur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimaklettur
https://timarit.is/publication/1873

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.