Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1939, Blaðsíða 9
Formáli.
Hók þessari er ætlað að veita yfirlit yfir starfsemi Tryggingar-
stofmmar rikisins, rekslur og hag hinna ýmsu deilda og framkvæmd
taganna nm alþýðutnjggingar frá þvi þau gengu i gildi, 1. april 1936,
til toka siðasta úrs. Jafnframt þótti rétt, að rekja i höfnðdráttum
forsögu alþýðutrggginganna hér á landi og að semja handhægan
átdrátt úr lögunum frá 1936 með þeim breytingum, sem siðan hafa
verið á þeim gerðar.
Lögin um alþýðutryggingar mega teljast fullkomin nýsmiði i
islenzkri löggjöf. Eldri ákvæði um þessi efni voru, að lögunum um slysa-
tryggingar undanteknum, svo ófullkomin, að ekki þótti fært að byggja
á þeim. Fyrirkomulag trygginganna varð því að reisa frá grunni. Lög-
gjöfin kveður á nm meginatriðin. En engn að síður veltur mikið á fram-
kvæmdinni. Tryggingarnar hljóta að verulegu leyti að mótast af því,
hversn framkvæmd þeirra fer úr hendi, einkum hin fyrstu ár, meðan
skipulag þeirra er að festast og ákveðnar starfsreglur eigi hafa verið
settar.
Stjórn tryggingarstofnunarinnar hefir ált þvi láni að fagna, ao
njóta ágætrar samvinnu við ríkisstjórn og aðra þá aðila yfirleitt, svo
scm stjórnir sjúkrasamlaga, sveita- og bæjarstjórnir, sem um fram-
kvæmd laganna hafa mest fjallað ásamt henni. Fyr.ir þetta er hún þakklát.
En tryggingastjórninni er það þó fullljóst, hver vandi hefir á henni
hvilt í þessurn efnum. Opinber fyrirtæki eiga að starfa fyrir opnum
tjöldum. Starfscmi tryggingarstofnunarinnar hefir víðtæk áhrif á hag
mikils fjölda fólks. Tryggingastjórnin telur sér því skylt, að gera sitt
til þess, að allur almenningur, sem trygginganna á að njóta og greiða
gjöld til þeirra, eigi þess kost að fá sem gleggstar upplýsingar um fram-
kvæmd þeirra og starfsemi tryggingarstofnunarinnar.
Tryggingurstjórnin hefir að sjálfsögðu árlega sent hlutaðeigandi
stjórnarvöldum reikninga stofnunarinnar og skýrslu um framkvæmdir.
Arbók þessa má þvi skoða sem reikningsskil hennar til almennings.
Er tilætlunin, að hún komi út eigi siðar en á fimm ára afmæli Trygg-
ingarstofnunarinnar, hinn t. apríl 19;/1.
Retjlxjtwílc, í (lesembcr 19'i0.
Hauai.uuh Gu».munds$on