Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1939, Blaðsíða 34
II. Skipulag alþýðutrygginganna.
Alþýðutryggingarlögin 1936
og síðari breytingar.
Eins og sjá ímí af því, seni sag't hefir verið hér að framan, vorú
alþýðutryggingar hér á Jandi næsta ófullkoinnar og koinu að litlu gagni
fram til þess tíma, er lögin uxn alþýðutryggingar voru sett. Sjiikra-
tryggingarnar náðu aðeins til örfárra einstaklinga, ellistyrkirnir voru
mjög skornir við nögl, einungis slysatryggingin hafði verulega þýðingu
fyrir verkafólkið í heild.
Segja má, að með löguin uin alþýðutryggingar 1. febr. 1936, er gengu
i g'ildi 1. apríl sama ár, verði alger bylting í islenzkri alþýðutrygg-
ingarlöggjöf og framkvæmd hennar. Markar Jiessi löggjöf án efa eitt-
hvert stærsta sporið í íslenzkri félagsmálalöggjöf fyr og síðar. Slysa-
tryggingarnar eru endnrbættar verulega, sjiikrasamlög lögboðin fyrir
nærri helming landsmanna og ýtt mjög undir stofnun þeirra, þar sem
þau ekki voru lögboðin, lagður grundvöllur að almennri elli- og örorku-
tryggingu, jafnframt komið á bráðahirgðaskipulagi, sem lók mjög fram
gömlu ellistyrkjunum að flestu eða öllu leyti, og loks voru í lögunum
ákvæði um atvinnuleysistryggingar, sem að vísu hafa ekki orðið að gagni
ennþá, en fela í sér möguleika til Jxess að hafizt verði handa um stofnun
atvinnuleysissjóða. Um svipað leyti voru svo einnig sett lög unx ríkis-
framfærslu sjúkra manna og örkumla, sem standa í nánu sambandi við
alþýðutryg'g'ingarlögin, en falla þó utan þess ramma, sem árbók þessari
hefir vei’ið sniðinn og verða því ekki gerð hér að umtalsefni.
Alþýðuti’yggingarlögunum frá 1. t'ehr. 1936, var síðan breytt all-
verulega með lög'um 31. des. 1937 og lögum 14. maí 1940. Loks má nefna
lögin frá 7. maí og bráðabirgðalögin frá 27. ágúst 1940, en frá efni
þeirra verður greint hér að aftan (bls. 44).
Til Jiess að gera lesendum árbókarinnar núgildandi skipulag alþýðu-
trygginganna sem Ijósast, verður eftirfarandi lýsing bvggð á núgildandi
lög'um, en aðeins getið uin helztu breytingarnar, sem gerðar voru 1937
og' 1940, þegar tilefni gefst.