Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1939, Blaðsíða 35
17
A. Stjórn alþýðutrygginganna. Tryggingarstofnun
ríkisins. Trygg’ingarráð.
Stofnun sú, sem hefir alþýðutryggingarnar með höndum, nefnist
Tryggingarstofnun ríkisins og' var upprunalega til þess ætlazt, að hún
væri í fjórum deildum: slysatryggingardeild, sjúkratryggingardeild, elli-
og örorkutryggingardeild og loks atvinnuleysistrygg'ingardeild. En eins
og' þegar hefir verið vikið að, hafa enn engir atvinnuleysissjóðir verið
stofnaðir og eru deildirnar því i raun réttri þrjár, en geta má þess, að
auk hinna eiginlegu alþýðutrygginga, hefir Tryggingarstofnun ríkisins
á hendi stjórn lífeyrissjóða embættismanna, barnakennara og ljósmæðra.
Hver deildanna hefir aðskilinn fjárhag og' ber engin þeirra ábyrgð á
skuldbindingum an n a ra r.
Ríkisstjórnin, j). e. félagsmálaráðuneytið, hefir yfirstjórn og um-
sjón með alþýðutryggingunum, ræður forstjóra Tryggingarstofnunar-
innar og' deildarstjóra, tryggingaryfirlækni og tryggingarfræðing, að
fengnum tillögum forstjórans.
Ennfremur skipar ráðherra þriggja manna tryggingarráð, eftir
tilnefningu þriggja stærstu þingflokkanna.
Forstjóri stjórnar Tryg'gingarstofnunnni, í samráði við Tryggingar-
ráð, undir yfirstjórn ráðherra. Hlutverk Tryggingarráðs er að hafa
eftirlit með því, að stofnunin starfi í samræmi við lög og reglugerðir.
Ennfremur leg'gur það fullnaðarúrskurð á allar kröfur um slysa-, sjúkra-
og örorkubætur og ellilifeyri (ellilaun), svo og uin greiðslur iðgjalda, ef
ágreiningur er um þær. — Úrskurðum Tryggingarráðs má þó áfrýja lil
dómstólanna.
1 Tryggingarráði skal að jafnaði eiga sæti tryggingarfræðingur eða
hag'fræðingur og lögfræðingur. Ráðið heldur fundi þegar þurfa þykir,
að jafnaði einu sinni í viku.
Kostnaðurinn við starfsemi og rekstur Tryggingarstofnunarinnar
greiðist að % úr ríkissjóði, en % úr slysatryggingarsjóði og Lífeyris-
sjóði íslands. (Þessi skipting er að því leyti eðlileg, að hinn daglegi
rekstur sjúkrasamlaganna, og atvinnuleysissjóðanna ef lil kemur, er
ekki í höndum Tryggingarstofnunarinnar, heldur aðeins yfirstjórnin).
B. Slysatryggingardeild.
a. Stjóvn og eftirlit.
Slysatryggingin er sjálfstæð deild í Tryggingarstofnun ríkisins og’
hefir aðskilinn fjárhag frá öðruin deildum hennar. Er skipaður
sérstakur deildarstjóri fyrir deildina. Forstjóri Tryggingarstofnunar-
innar afgreiðir mál i samráði við hlutaðeigandi deildarstjóra, en ber
sjálfur ábyrgð á ákvörðunum og úrskurðum. Slysabætur eru úrskurðaðar