Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1939, Blaðsíða 11
Inngangur.
Löggjöf um alþýðutryg'gingar verður aldrei fullsamin. Eigi lnin að
ná tilgangi sínuin, verður hún að breytast með breyttuin timum.
Hvergi ættu þessi almennu sannindi að vera augljósari en hér ;’i
landi. Fyrir fáeinum mannsöldrum var þjóðin bændaþjóð, hjó í dreif-
býli við frumstæða atvinnuhætti. Nú hafa þrír fimmtu hlutar þjóðar-
innar tekið sér hólfeslu i kaupstöðum og kauptúnum. Daglaunamenn
og aðrir starfsmenn í annara þjónustu, eru nú orðnir fjölmennasta
stéttin. Nýjar stórfelldar atvinnugreinir hafa risið upp á nokkrum
áratugum. Enn eru ýmsar þeirra á gelgjuskeiði, og jafnvel á friðar-
tíinum miklum hreytingum undirorpnar. Hagsveiflur, af innlendum
og erlendum orsökum, eru hér tíðari og hlutfallslega áhrifaríkari,
en með flestum þjóðum öðrum. En allt ineiri háttar rask á atvinnu-
háttum, verðlagi og afkoinuskilyrðum almennings hlýtur að hafa í för
með sér nauðsyn margháttaðra breytinga á félagsinálalöggjöfinni, og
þá fyrst og fremst löggjöfinni um alþýðutryggingar, eigi hún að ná lil-
gangi sínum. Enginn skyldi því ætla, að með lögfestingu alþýðutrygg-
inganna, 1936, hafi verið stigið lokaspor og tryggingunum komið í
endanlegt horf. Sjón er þar sög'u ríkari. Lögunum var breytt og þau
endurbætt þegar á næstu árum. Og siðan stríðið hófst helir þeim verið
hreytt tvisvar, á alþingi 1940 og með hráðabirgðalögum á síðasta hausti.
Auk þessa hefir verið sett ný löggjöf um saina efni á þessu tímabili,
lögin um stríðstrygg'ingar skipshafna á islenzkum skipum. Þarf þó enn
um að bæta á næsta þingi.
Þetta rýrir á engan hátt gildi laganna. Þau voru stórfelld fram-
för frá því sem áður var, svo slórfelld, að segja má með fullum rétti,
að þau hafi markað tímamót í sögu íslenzkrar ielagsmálaþróunar. En
mikið vantar samt enn þá á, að þessum málum sé svo haganlega og
réttlátlega skipað, sem æskilegt væri, jafnvel þótt aðeins sé miðað við
yfirstandandi tíma, og löggjöf ýmsra annara þjóða um þessi efni er ú
margan hátt fullkoinnari en okkar.
En auk þeirra umbóta, sem þegar hafa áunnizt með löggjöfinni, er
hún traust undirstaða frekari aðgerða stig af stigi. Reynslan, sem fæst
við framkvæmd hennar, sýnir hvar uinbóta er mest þörf og á hvern hátt
beztum árangri verður náð. Þeir, sem framkvæmdina annast, komast
að raun um, á hverjum sviðum helst er ástæða til að óttast, að reynl