Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1939, Blaðsíða 58
40
en yfirstjórn sjóðanna er í höndnm Tryggingarstofnunarinnar, á sama
hátt og yfirstjórn sjúkrasamlaganna.
Tryggingarstofnunin gerir tillögur lil ráðherra um samþykktir
sjóðanna, og hefir eftirlit með því að þeir starfi samkvæhit þeim og
lögunum. Ska! stjórn sjóðsins senda henni árlega endurskoðaða reikn-
inga sjóðsins, og auk þess getur Tryggingarstofnunin krafizt skýrslna
um allt, sem sjóðinn varðar og' fengið aðgang að skjölum hans og
skilríkjum.
c. Hverjir geta trgggt sig?
Áður er getið þeirra skilyrða, sem sett eru fyrir staðfestingu
sjóðanna, en auk þeirra eru þessi skilyrði fyrir því að verða sjóðfélagi,
eða til þess að geta haldið áfram að vera það:
Að sjóðfélagi sé á aldrinum 16—67 ára. Að hann eigi ekki eignir,
er nema meiru en 5000 kr. fyrir einhleypan mann og 10000 kr. fyrir
hjón, þar með þó ekki taldir innanstokksmunir, fatnaður og bækur.
Enginn getur verið sjóðfélagi samtímis í fleiri en einum sjóði.
Engum má neita um upptöku í sjóðinn, sem fullnægir upptökuskil-
yrðum laganna.
Þótt menn fullnægi ekki þeim skilyrðum, sem gerð eru til sjóðfélaga,
hafa þeir rétt til að gerast styrktarfélagar atvinnuleysissjóðs, gegn lág-
marksiðgjaldi, en vitanlega hafa slikir félagar ekki rétt til styrks
úr sjóðnuin.
d. A tvinnuleysisstijrkir.
Ákveða skal í samþykkt sjóðsins um styrkveitingar úr honum. Má
styrkurinn aldrei nema meiru en % af þeim launum, sem greidd eru í
hlutaðeigandi starfsgrein á sama tíma.
Gert er ráð fyrir biðtima á sama hátt og hjá sjúkrasamlögunum,
þannig, að að jafnaði skulu sjóðfélagar ekki eiga rétt til styrks úr sjóðn-
um, fyrr en þeir hafa greitt iðgjöld i 6 mánuði. En auk þess er gert
ráð fyrir öðrum biðtíma, sejn er sá tími, sem sjóðfélagi hefir verið
atvinnulaus undanfarna 12 mánuði. Skal ákveða í samþykktinni hve
langur hann skuli vera, áður en sjóðfélagi öðlast rétt til styrks.
Ekki má veita atvinnuleysisstyrk þeim, sejn taka þátt í verkfalli
eða verkbann nær til, þeim sem eru á opinberu framfæri vegna lang-
varandi veikinda eða njóta styrkja samlcvæmt alþýðutryggingarlög-
unum, þeim sem eiga sjálfir sök á atvinnuleysi sínu, t. d. uieð drykkju-
skaparóreglu, þeim sejji sviptir eru frelsi sínu að opinberri tilhlutun,
né þeim, sem neita vinnu er þeim býðst, enda sé kaupgjaldið i sam-
ræmi við viðurkenndan taxta verkalýðsfélags á staðnum, né loks þeim,
sem ekki hafa fyrir öðrum að sjá og hafa eða gætu sannanlega haft
þær árstekjur, ;jð nægi þeim til fulls lífsframfæris.
Sá, sem gerist sekur um svik gagnvart sjóðnum hefir fyrirgert
rétti sínum til að vera sjóðfélagi og til styrks úr sjóðnum, en ]>ó má
ákveða vægari viðurlög, ef um minniháttar brot er að ræða,