Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1939, Blaðsíða 25
7
Samkvæmt þessum lögum skal í hverjum hreppi og kaupstað á
landinu stofna ellistyrktarsjóði, og skulu fyrrnefndir styktarsjóðir
alþýðu renna inn í ])á. Var öllum konum og körlum á aldrinum 18—60
ára, með fáum undantekningum (þeir, sem voru tryggðir annarsstaðar,
voru á sveit eða í fangelsum eða gátu ekki greitt sökum fátæktar að
dæhii hreppsstjórnar), gert að skyldu að greiða í sjóðina. Gjaldið nam
kr. 1.50 á ári fyrir karlmenn og 0.75 kr. fyrir kvenmenn. Aðrar tekjur
sjóðanna skyldu vera gjöld fyrir leyfisbréf iil lausamennsku, shr. lög
22. nóv. 1907, og styrkur frá ríkissjóði, er upphaflega var ákveðinn
50 aurar á ári fyrir hvern gjaldskyldan mann lil sjóðsins.
Innheimta sjóðanna og reikningshald var í höndum sýslumanna
(lög'reg'lustjóra), og' skyldu þeir standa á vöxtum í aðaldeild Söfnunar-
sjóðsins. Hreppsnefndir, í kaupstöðum 8 manna nefnd, kosin af bæjar-
sjórn, skyldu semja skrá yfir gjaldendur, sem notuð var við innheimt-
una. Húsbændur og atvinnurekendur voru skyldir að leggja gjaldið
fram fyrir heimafólk sitt og verkafólk, til þess að létta innheimtuna.
Uthlutunin lir sjóðunum fór fram í októbermánuði og voru skil-
yrðin til þess að koma til greina við hana þessi: að umsækjandinn hafi
ekki ])egið af sveit síðustu 5 árin, sé fullra 60 ára, sé ellihrumur fátækl-
ingur, eigi heima í hreppnum og eigi framfærslurétt hér á landi. Einnig
mátti í alveg sérstökum tilfellum veita heilsubiluðum fátæklingum yngri
en 60 ára styrk, ef alveg knýjandi ástæður var um að ræða. Er hér hinn
fyrsti vísir til örorkubóta, sem annars voru engar til, nema í sambandi
við slys, þangað til alþýðutryggingarlögin komu lil sögunnar. Úthluta
skyldi % hlutum af álögðu ellistyrktarsjóðsgjaldi, hálfum ríkissjóðs-
styrknum og hálfum vöxtum ellistyrldarsjóðsins ár hvert.
Við úthlutanirnar skyldi taka tillit til þarfa umsækjanda, fjöl-
skylduframfæris, hvort sjúkdómar væru á heimilinu, hvort umsækjandi
væri reglusamur og vandaður maður o. s. frv. Skyldu allar upplýsingar
vottaðar af málsmetandi manni.
Ellistyrkurinn var veittur fyrir eitl ár í senn og mátti ekki vera
lægri en 20 kr. og ekki hærri en 200 kr.
Með lög'um 26. okt. 1917 var ellistyrktarsjóðsgjaldið hækkað upp í
2 kr. fyrir karlmenn og 1 kr. fyrir kvenmenn og tillög ríkissjóðs upp í
I kr. fyrir hvern gjaldskyldan mann.
Lagabreyting, er gerð var 15. júní 1926, snerti aðeins fyrrnelndar
gjaldskrár, en Iögin tt). júní 1933, gerðu nokkrar breytingar á lögunum,
sem máli skipta. Gjaldið er ennþá hækkað í 3 kr. fyrir karlmenn og í
1.50 kr. fyrir kvenmenn, en tillag rikissjóðs I 1.50 kr. á mann.
Framveg'is skyldi úlhlula öllu ellistyrktarsjóðsgjaldinu, % af tillagi
ríkissjóðs og % af vöxtum sjöðsins ár hvert, ennfremur var heimilað að
bæta við úr hreppssjóði jafnhárri uppha'ð og úthlutað var af framlagi
ríkissjóðs,