Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1939, Blaðsíða 145
<
127
1938. Árið 1939 fær hvert sveitarfélag hins vegar vextina af ellistyrktar-
sjóði sínum, eins og fyrr greinir.
Þá ber þess og að gæta, að nokkuð af því, sem talið er sem eign í
árslok 1939, eru óinnheimt lífeyrissjóðsgjöld og má búast við allveru-
legum vanhöldum á þeim, þó ekki só hægt að gera um það nákvæma
áætlun.
Fyrir þá, sem vilja athuga nánar einstaka liði í rekstrar- og efna-
hagsreikningi Lífeyrissjóðs íslands, vísast að öðru leyti til aðalreiknings
Tryggingarstofnunarinnar, sem prentaður er aftan við árbókina.
Að lokum skal þess getið, að svo er ákveðið í alþýðutryggingar-
lögunum, að ellistyrktarsjóðirnir gömlu skuli renna inn í Lífeyrissjóð
Islands þegar hlutverki þeirra er lokið, þ. e. þegar hætt verður að veita
ellilaun og örorkubætur samkvæmt lögunum.
I árslok 1939 voru sjóðirnir samtals að upphæð ltr. 1 632 267,64.
Upphæð þessi getur breytzt lítillega vegna þess, að ekki hafa enn verið
gerðar lokaskilagreinir frá öllum sýslumönnum, sem höfðu fjárreiður
sjóðanna með höndum, og' einnig vegna þess, að ekki er alltaf úthlutað
öllum vöxtum einstaka sveitarfélaga á hverju ári og legst þá afgangurinn
við sjóðina.
Með reikningi Tryggingarstofnunarinnar hér að aftan er birtur listi
yfir alla ellistyrktarsjóðina, eins og þeir eru í árslok 1939.
E. Lífeyrissjóðir embættisraanna og barnakennara.
1. Lífeyrissjóður embættismanna.
Eins og tafla 45 ber með sér, hefir þessi sjóður nú starfað i 20 ár,
og hefir hlutdeild hans í elli- og örorkutryggingu embættismanna
smámsaman aukizt, en eftirlaunagreiðslur ríkissjóðs minnkað að sama
slcapi. Mun nú láta nærri, að lífeyrir nýrra lífeyrisþega sé tvöfaldur
á við eftirlaun þeirra ur ríkissjóði, en eftirlaunagreiðslurnar munu þó
haldast enn meðan á lífi eru embætlismenn, sem komnir voru í embætti
fyrir 1920. Sjóðurinn er nú að upphæð um kr. 1 850 þús., sem mest-
megnis er í veðdeildarbréfum, ríkisskuldabréfum og öðrum ríkistryggð-
um skuldabréfum. Bréf þessi eru í reikningi talin með nafnverði, svo
að mismunurinn á því og kaupverði kemur fram sem hagnaður. Árið
1939 voru gjaldendur til sjóðsins hátt á fimmta hundrað, en lífeyris-
þegar tæpt hundrað.
2. Lífeyrissjóður barnakennara.
Það er að mörgu leyti erfitt að átta sig á því, hvernig rekstur Líf-
eyrissjóðs barnakennara helir g'engið. Bókhald sjóðsins hel'ir verið
ófullkomið, svo að meðfylgjandi tafla er ekki eins nákvæm og æskilegt
væri, og ekki öruggt að hún sé rétt í alla staði.