Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1939, Blaðsíða 56
38
hæðar. Þá eru reglur utn það á hvern hátt reikna slculi tekjurnar,
sem draga skal frá, en þar sem lífeyririnn hefir ekki verið ákveðinn
ennþá, þyltir ekki ástæða til að fara nánar i'it í þetta atriði, þar sem
allir útreikningar á þessu sviði myndu svífa í lausu lofti.
Aðeins skal á það hent í þessu sambandi, að þar sem gert er ráo
fyrir ákveðnum frádráttarreglum, fer lífeyrir sá, sem hægt verður að
veita, að nokkru leyti eftir því, hver verður efnahagur eða tekjur um-
sækjendanna þegar til kemur. Því hærri sem tekjurnar eru, því fleiri
verða jteir af meðlimum Lífeyrissjóðs, sem engan lífeyri fá eða lítinn
vegna frádráttarreglanna, og því hærri getur þá fullur lifeyrir orðið
fyrir hina. En um þetta verða ekki gerðar neinar áætlanir að svo
komnu.
d. Iðgjöldin og innhdmta þeirra.
Sérhver tryggingarskyldur maður, karl og kona, skal árlega greiða
iðgjald í Lífeyrissjóð íslands, sem neinur:
1. 7 krónum fyrir þá, sem heimilisfastir eru í kaupstöðum, (5 krónum
fyrir þá, sem heimilisfastir eru í kauptúnum með yfir 300 íbúa
og 5 krónum annarsstaðar.
2. Einum af hundraði af skattskyldum árstekjum, sambr. lög nr. 6,
9. jan. 1935, uin tekju- og eignaskatt.
Iðgjöld þessi greiða allir íslenzkir ríkishorgarar á aldrinum 10—67
ára, með þeim undantekningum, sem áður voru greindar.
Sveitarstjórnir greiða iðgjöld þeirra manna, sem eru á föstu sveitar-
framfæri og einnig er gert ráð fyrir að þær greiði iðgjöld þeirra
gamalmenna á aldrinum 60—67 ára, sem vegna fátæktar eru þess ekki
megnug. Sveitastjórnir eiga að setja um þetta reglur, sem hljóti stað-
festingu ráðherra, en ekki er kunnugt að þær hafi enn verið settar.
Lögreglustjórar, í Reykjavík tollstjóri, annast innheimtu iðgjald-
anna og fá fyrir það 2% í innheimtulaun. Skattanefndir ákveða
hve mikið hverjum einstökum beri að greiða samkvæmt lögunum, og
eru gjöldin síðan færð inn á skrá yfir alla gjaldendur á aldrinum
16—67 ára, sem sveitarstjórnir láta gera ár hvert fyrir 1. febr. Ellir
að skattanefndir hafa ákveðið gjöldin, sendist gjaldskráin lil lögreglu-
stjóra, sem eins og fyrr segir, sér um innheimtuna. Afrit af skránni
skal liggja frammi almenningi til sýnis á sama hátt og skattskrárnar,
og má kæra yfir gjöldunum til yfirskatta- og ríkisskattanefndar.
Um innheimtu lífeyrissjóðsgjaldanna er annars hið sama að segja
og um sjúkrasamlagsiðgjöldin. Heimilt er að krefjast þess af atvinnu-
rekendum, að þeir greiði fyrir fasta starfsmenn sína, að foreldrar greiði
fyrir börn sín, húsbændur fyrir hjú sín o. s. frv., en vitanlega geta
þeir, sem þannig leggja fram gjöldin fyrir aðra, krafið j)á um greiðslu
á þeim á eftir. Ennfremur hafa iðgjöldin lögtaksrétt.