Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1939, Blaðsíða 43
25
nemenda óskar þess og Tryggingarstofnunin mælir með því. Meðliinatala
sé eigi lægri en 40 og dvalartimi nemenda eigi skemmri en 0 mánuðir.
Lágmarkshlunnindi eru þau sömu og hjá öðrum sjúkrasamlögum.
b. Stjórn og ijfirstjórn.
Stjórn sjúkrasamlaganna skal skipuð 3 eða 5 mönnum. Ráðherra
skipar formenn samlaganna og varaformenn, eftir tillögum Tryggingar-
ráðs, en hlutaðeigandi bæjar- eða sveitarstjórn kýs 2 eða 4 menn og
jafnmarga til vara. Kosning hinna síðarnefndu skal fara fram eltir
hverjar bæjar- eða sveitarstjórnarkosningar.
Tryggingarstofnun ríkisins ákveður þóknun stjórnenda, er greiðist
úr samlagssjóði.
Akveða skal í samþykktum um skipun endurskoðenda sjúkrasam-
laganna.
Tryggingarstofnun ríkisins hefir á hendi yfirstjórn samlaganna.
Tryggingarstofnunin skal hafa eftirlit með jiví að alls sparnaðar sé
gætt í rekstri samlaganna, bæði um starfsmannahald og annað. Senda
öll samlögin Tryggingarstofnuninni ársreikninga sina og auk þess mán-
aðarlega eða ársfjórðungslega skýrslur um tekjur og gjöld.
Ennfremur hafa samlögin ýtarlegar samþykktir um alla starfsemi
sína og eru þar m. a. ákveðin hlunnindi þau, sem hvert samlag tekur
að sér að veita meðlimum sínum. Samþykktirnar eru staðfestar af
ráðherra, að fengnuin tillögum Tryggingarstofnunarinnar.
Tryggingarstofnunin á að staðfesta alla sanminga, sem sjúkrasam-
lögin gera við lækna, lyfjabúðir, sjúkrahús og aðra, er veita samlags-
mönnum sjúkrahjálp; getur Tryggingarstofnunin í samráði við land-
lækni, samið fyrir sjúkrasamlögin við þessa aðila, ef hlutaðeigandi sam-
lag óskar þess.
Tryggingaryfirlæknir hefir m. a. [jað hlutverk að aðstoða samlögin
við slíkar samningagerðir og leiðbeina þeim og setja reglur um tak-
mörkun á greiðslum fyrir lyf og endurskoða lyfseðla. Auk þess hafa tvö
stærstu samlögin, Sjúkrasarnlag Reykjavíkur og' Sjúkrasamlag Akur-
eyrar, sérstaka trúnaðarlækna, sem ekki hafa á hendi stundun sjúklinga
fyrir samlögin, heldur eru ráðunautar þeirra um ýmislegt, sem að
rekstrinum lýtur.
Tryggingarstofnun rikisjns annast um greiðslur á tillagi ríkissjóðs
til samlaganna, er milligöngumaður um ýms viðskipti milli þeirra, setur
reglur um hókhald o. fl. Ennfremur setur 4'ryggingarstofnunin reglur
um flutninga meðlima milli samlaga og bráðabirgðadvöl þeirra á öðr-
um samlagssvæðum, en sínu eigin.
Loks má geta þess, að ríkisstjórninni er heimilað að stofna jöfnunar-
sjóð sjúkrasamlaga og skal honum stjórnað af Tryggingarstofnuninni.
Þessi heimild hefir enn ekki verið notuð.
Verði það g'ert, skal sjóði þessum aflað tekna á þann hátt, að at-
vinnurekendur greiði allt að einum af hundraði af vinnulaunum í
1