Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1939, Blaðsíða 26
8
2„ Sérstakir lífeyrissjóðir.
Elli- og örorkutrygging embættismanna rikisins og maka þeirra.
Með lögura nr. 51 frá 27. júní 1921, var settur á stofn Lífeyrissjóður
embættismanna og ekkna þeirra. Voru þau lög samin upp úr lögura
nr. 72 og' 73 frá 1919 um saraa efni, en þar sem þau lög komu aldrei
til framkvæmda, er ekki ástæða til þess að fjölyrða um þau.
Áður höfðu verið i gildi um elli- og örorkutryggingu embættis-
nianna tilskipun frá 31. raaí 1855 og eftirlaunalögin frá 4. marz 1904,
ennfremur lög um skyldur embættismanna til þess að safna sér elli-
styrk eða kaupa sér geymdan lífeyri frá 1904.
Um ekkjur embættismanna höfðu verið í g'ildi lög frá 1851, ura
skyldu einbættismanna lil þess að sjá ekkjum sinum borgið raeð fjár-
styrk eftir sinn dag, svo og viðauki við þau frá 20. okt. 1905.
Hér verður því ekki við komið að fara nákvæmlega inn á þessi mál,
enda fyrirkomulagið svo margþætt, að það yrði of urafangsmikið að gera
þeira full skil, heldur mun aðeins verða tæpt á aðalatriðum.
Það má heita, að aðalreglan væri sú, að landssjóður greiddi embættis-
mönnum, sem létu af störfum sökum elli eða örorku, svo og ekkjuin
þeirra, eftirlaun. Þó var embættismönnum gerl að skyldu að tryggja
sér og ekkjum sínum nokkurn lífeyri auk þess, en samanborið við eftir-
launin var sá lífeyrir óverulegur, og mun sú upphæð varla hafa getað
farið fram úr Vr, hluta af eftirlaununum. Nokkur sérákvæði voru um
presta, en i aðalatriðum giltu sömu regiur um þá.
Eftirlaun embættismannanna voru breytileg, þannig að liæst eftir-
laun voru greidd fyrir Iengstan embættisferil. Samanborið við laun
embættismannanna var trygging jiessi allhá og gat numið allt að %
hlutum af launum þeirra.
Launalögin frá 1919 breyttu að verulegu leyti launagreiðslum hins
opinbera, sera hækkuðu mjög, og má gera ráð fyrir að sú hækkun, og
fyrirmyndin frá elli- og örorkutrygging'u embættismanna í Danmörku,
hafi átt aðalþáttinn i stofnun Lífeyrissjóðs embættismanna og ekkna
þeirra.
Lífeyrissjóður embættismanna og ekkna þeirra.
Með stofnun lífeyrissjóðsins er eftirlaunafyrirkomulagið afnumið,
en í stað jiess kemur lifeyristrygging, sera embættismenn sjálfir báru
kostnaðinn al'.
Yfirstjórn sjóðsins var hjá fjármálaráðherra, og var rekstur hans
falinn starfsmanni fjármálaráðuneytisins. Tryggingarskyldir voru þeir
skipaðir embættismenn, sera laun tóku samkvæmt hinura almennu
launalögum.
Sjóðurinn var stoínaður með 50 000 kr. framlagi ríkissjóðs, cn
etnhættismenn áttu að greiða 1% af föstum launura sínum í iðgjöld.