Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1939, Blaðsíða 47
29
f. Iðgjöldin og innheimta þeirra, tillag ríldssjóðs og sveitafélaga.
Til þess nð standast litgjöldin, sem réttindi þau, er nú hefir verið
gerð grein fyrir, hafa í för með sér, eru samlögunum tryggðar tekjur
með iðgjöldum samlagsmanna og framlögum frá því opinbera. í lögun-
uin er ekkert álcveðið um ha'ð iðgjaldanna, heldur skal ákveða þau í
samþykktum hvers samlags. Vitanlega fara iðgjöldin fyrst og frernst eftir
því, hversu mikil hlunnindi samlögin veita meðlimum sinum, en ýmis-
legt fleira kemur þó til greina: hversu hagkvæmum samningum er hægt
að ná, t. d. eru taxtar sjúkrahúsanna mjög misjafnir, hvers sparnaðar
og hagsýni er gætt í rekstri samlaganna, fjarlægðin frá lækni og sjúkra-
húsum dreg'ur og lir kostnaðinum o. s. frv., eins og' sjá má af skýrslum
sjúkrasamlaganna, sem fylgja árbókinni. Eins og þar er frá skýrt, eru
iðgjöld samlaganna árið 1939 allt frá 8 kr. á ári upp í 48 kr. á ári, þar
sem þau eru hæst (Reykjavík).
Áður er þess getið, að börn samlagsmanna, yngri en 16 ára, greiða
engin iðgjöld, en njóta sjúkrahjálpar. Ennfremur skal setja sérstök
ákvæði í samþykMtir um iðgjöld unglinga á aldrinum 16—21 árs, sem
dvelja á heimili efnalausra foreldra og hafa ekki sjálfstæðar tekjur;
skal gefa iðgjöldin eftir, ef tekjur fjölskyldunnar fara ekki fram úr
vissu lágmarki, sem ákveða skal í samþykktunum. Þetta ákvæði var sett
inn í lögin 1937.
Iðgjöldin ber að greiða fyrirlTam. Sé iðgjaldið ekki greitt á gjald-
daga, er þó gefinn frestur, í 14 daga í kaupstöðum, en einn mánuð utan
kaupstaða, og falla réttindi ekki niður fyr en að þeiin tíma liðnum.
Næstu 6 mánuði getur samlagsmaður öðlazt rétt til sjúkrastyrks frá
greiðsludegi með því að greiða áfallin iðgjöld, en greiðist iðgjaldið síðar,
öðlast hann réttindi sem nýr meðlimur.
En nýir meðlimir verða að jafnaði að greiða 6 mánaða biðtíma-
gjald áður en þeir öðlast réttindi, en heimilt er þó að ákveða annan
biðtíma í samþykktum.
Yfirleitt greiða samlagsmenn iðgjöld sín sjálfir, en frá því eru þó
nokkrar undantekningar. Sveitarsjóður greiðir iðgjöld þeirra manna,
sem eru á föslu sveitarframfæri; ennfremur gera lögin ráð fyrir, að í
hverju sveitarfélagi séu settar reglur um, að á sama hátt sé greitt fyrir
aðra þá, sem vegna fátæktar eru þess ekki megnugir, en slíkar reglur
munu hvergi hafa verið settar. Þess háttar iðgjaldagreiðslur teljast
ekki sveitarstyrkur, en endurgreiðast ef ástæður leyfa. Útgerðarmönn-
um er skylt að greiða sjúkrasamlagsiðgjöld lögskráðra sjómanna (lögin
1940) og meisturum í iðnaði er skylt að greiða fyrir iðnnema sína sam-
kvæmt ákvæðum, sem eru í iðnnámslögunum. í hvorugu þessara tilfella
má draga iðgjöldin frá kaupi hinna tryggðu.
Iðgjöldin eru fyrst og fremst innheimt hjá þeim, sem ber að greiða
þau, ef þeir gera það ekki í réttan gjalddaga. En heimilt er sjúkrasam-
laginu að krefjast þess af atvinnurekanda, sem tryggður maður vinnur