Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1946, Blaðsíða 14
12
örorkubætur fóru vaxandi þar til árið 1935. Síðan fóru þær stöðugt
lækkandi hlutfallslega, þótt heildarupphæðin væri svipuð, þar til árið
1942, er þær taka að hækka á ný. Hlutfallslega námu örorkubætur og
sjúkrahjálp af bótum alls: Örorkubtetur Sjúkrahjálp
Árið 1938 11,3% 13,6 %
— 1939 11,1 — 20,4 —
— 1940 9,0 — 11,5 —
— 1941 7,4 — 5,9 —
— 1942 11,9 — 6,6 —
— 1943 13,6 — 9,5 —
— 1944 6,5 — 8,7 —
— 1945 10,0 — 5,6 —
— 1946 15,8 — 6,4-
Tafla 5 sýnir iðgjöld og reikningsfærðar bætur skyldutrygginganna
og hlutfallið milli iðgjalda og reiltningsfærðra bóta árin 1904—1946.
Árin 1904—1941 eru reikningsfærðar hætur samkvæmt töflu 5 og
greiddar bætur samkvæmt töflu 4 jafnháar. Árin 1942—1946 hefur
hins vegar sá háttur verið hafður að leggja til hliðar áætlagar upphæðir
fyrir ógreiddur bótum, þar sem mörg slys eru ekki bætt á því ári, sem
þau verða, heldur seinna. Breytingarnar á lögunum 1943, sem áður er
getið um, gerði þetta og' óhjákvæmilegt. Á árunum 1942—1946 eru alls
lagðar til hliðar fyrir áætluðum ógreiddum bótum kr. 2 980 000,00, en
til ársloka 1946 voru greiddar af þessu kr. 982 114,61, voru því áætlaðar
ógreiddar bætur í árslok 1946, vegna slysa á því ári og' slysa fyrri ára,
kr. 1 997 885,39. Reilcningsfærðar bætur eru því þeim mun hærri en
greiddar bætur samkvæmt töflu 4.
Um iðgjaldaupphæðir sjómannatryggingar í töflu 5 er þess að geta,
að þar eru talin með frá árinu 1942 aulcaiðgjöld vegna stríðshættu. Enn
fremur er talið með bátatillag ríkissjóðs. Það nam fyrst 3/o hlutum af ið-
gjöldum báta minni en 5 smálesta, en frá og með árinu 1944 var það
greitt til báta minni en 12 smálesta.
Á timabilinu 1939—1946 fiinmfölduðust áhættuiðgjöld iðntrygging-
ar, en áhættuiðgjöld sjómannatryggingar sex- til tífölduðust eftir teg-
und skipa.
Bátatillag ríkissjóðs nam:
Arið 1938 ................. 6 570,75 kr. Árið 1943
— 1939 ................... 7 622,40 — — 1944
— 1940 .................. 18 671,40 — — 1945
— 1941 .................. 26 584,58 — — 1946
— 1942 .................. 26 156,40 —
25 829,10 kr.
67 428,00 —
54 514,80 —
31 770,00 —
Aukaiðgjöld vegna stríðshættu hafa numið því sem hér segir:
Árið 1942 ............ 344 010,00 kr. Árið 1945 .............. 372 664,50 kr.
— 1943 ............. 586 300,00 — — 1946 ................. 203 575,00 —
— 1944 ............. 451 743,00 —
Fjöldi tryggingarvikna á ári gefur hugmynd um það, til hve margra
slysatryggingin hefur náð á hverjum tíma, og samtímis vísbendingu um
þróun atvinnulífsins og nýtingu framleiðsluaflanna.