Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1946, Blaðsíða 139
137
Lög nr. 106 frá 30. desember 1943, um stríðsslysatryggingu íslenzkra skip*-
hafna.
Öðluðust gildi 1. janúar 1944. Féllu úr gildi með lögum nr. 43 frá 9. mai 1947.
Lög nr. 43 frá 9. maí 1947, um innlenda endurtryggingu, stríðsslysatrygg-
ingu skipshafna o. fl.
Lögin öðluðust þcgar gildi, og eru með þeim úr gildi numin lög nr. 106 frá
30. desember 1943.
Lög um breyting á lögum nr. 56 27. júní 1941, um viðauka
við og breyting á lögum nr. 74 31. desember 1937,
um alþýðutryggingar.* 1)
Nr. 105 30. desember 1943.
1. gr. — C-liður 1. gr. laganna or'ðist svo: Lífeyrissjóður íslands greiði
50% — fimmtíu af hundraði — af lieildarupphæð ellilauna og örorkubóta sam-
kvæmt 80. gr. alþýðutryggingalaganna, að frádregnum úthlutuðum vöxtum elli-
styrktarsjóða, enda nemi upphæð ellilauna eða örorkubóta eigi lægri upphæð
en 120 kr. að viðbættri verðlagsuppbót, til hvers einstaklings. Jafnframt falla
niður sérákvæði 1. töluliðar 80. gr. um takmörkun framlaga og styrkveitinga.
2. gr. — 1 stað orðanna „sem er umfram % hluta af tillagi lífeyrissjóðsins“
í 4. gr. laganna komi: sem er umfram tillag hans.
3. gr. — Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1944 og koma til framkvæmda við
úthlutun á því ári fyrir árið 1945.
Lög um breyting á lögum nr. 101 30. desember 1943,
um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins.
Nr. 40 15. febrúar 1945.
1. gr. — Aftan við 12. gr. laganna bætist ný málsgr., svo hljóðandi:
Upphæð ellilífeyris má þó aldrei nema meiru en 75% af launum þeim, er
á hverjum tíma fylgja embætti því eða starfi, er sjóðfélaginn lét af.
2. gr. — Aftan við 5. málsgr. 14. gr. laganna bætist ný málsgr., svo hljóðandi:
Lífeyrir eftirlifandi maka má þó aldrei nema meiru en 50% af launum
þeim, er á hverjum tíma fylgja embætti því eða starfi, er hinn látni lét af.
3. gr. — Aftan við 17. gr. laganna komi ný málsgr., svo liljóðandi:
Þeir, sem urðu sjóðfélagar 1. júli 1944, en höfðu eigi keypt sér eða ekkj-
uin sínum lífeyri samkvæmt lögum nr. 51 27. júní 1921, öðlast réttindi eftir
lögum þessum, og miðast réttur þeirra þá við allan starfstíma þeirra, enda
greiði þeir sjóðnum jafnhá iðgjöld sem þeim hefði borið að greiða samkvæmt
lögum nr. 51 1921, ef þeir þá hefðu verið tryggingarskyldir, um allt að 10 ára
hnia. Um tilhögun iðgjaldagreiðslu þessarar fer eftir nánari fyrirmælum stjórnar
sjóðsins. Ríkissjóður greiðir lífeyrissjóðnum það, sem á kann að vanta, að ið-
Sjöld þessara manna hrökkvi fyrir útgjöldum sjóðsins þeirra vegna. Lífeyris-
1) Af vangá voru lög þessi ekki birt i Arbók 1942, en þar voru annars birtar
breytingar þær, er gerðar voru á alþýðutryggingalögunum 1943. Lögin féllu úr gildi
1- ,jan. 1947. Sbr. lög nr. 50 frá 7. mai 1946, um almannatryggingar.
18