Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1946, Blaðsíða 123
121
eru 6 taldir öryrkjar frá 1. aldursári. 5 þeirra eru taldir hafa katarakta,
4 þeirra mjög vangefnir, andlega og líkamlega. Hinn 6. blindur og
daufdumbur. 1 þessara 11 missti sjón 4 ára eftir kúabólusetningu.
Af þessum 69 sjúklingum voru 29 alblindir, en 10 heyrnarlausir með
°llu. Upplýsingar um glaucoma liggja fyrir varðandi 31 sjúkling, en 34
köfðu katarakta. 2 voru blindir eftir tréspíritusdrykkju.
Hár blóðþrýstingur var meðvirk orsök örorku 15 sjúklinga.
Sjóndepra á háu stigi var að verulegu leyti örorkuorsök 47 sjúklinga
1 viðbót, en heyrnardeyfa 12.
18. Sjúkdómar í innkirtlum.
Hér var um að ræða 40 sjúklinga, 8 karla og 32 konur.
Aldur þeirra, er örorka hófst, var sem hér segir:
Aldur ..... 0—19 20—29 30—39 40—49 50—59 60—66
Tala ...... 10 4 3 10 6 7
Eftir sjúkdómsmynd var sjúklingunum skipt þannig:
Truflun á starfi kynkirtla o. fl. (molimina
klimakterica m. gr.) ...................... 11 sjúklingar
Truflun á starfi skjaldkirtils (ofstarf: 12
sjúklingar, vanstarf: 9 sjúldingar) ..... 21 —
Truflun á starfi aukaskjaldkirtla ............. 2 —
Sykursýki ..................................... 6
Það, sem talið var truflun á starfi kynkirtla, lýsti sér einkum í
Idimakteriskum óþægindum kvenna á háu stigi. 2 þessara sjúklinga virt-
Ust jafnframt liafa einkenni frá hypophysis cerebri.
Truflun á starfi skjaldkirtils lýsti sér í ofstarfi með venjulegum
emkennum í 12 sjúklingum, en vanstarfi í 8 sjúklingum frá bernsku
°g voru þeir fábjánar. Að auki hafði 1 sjúklingur myxoedema.
Einkenni frá aukaskjaldkirtlum lýstu sér í vanstarfi i öðrum sjúlc-
Hngnum, en ofstarfi í hinuin.
Hækkaður blóðþrýstingur var meðvirk orsök örorku 11 sjúklinga, liða-
þrautir 3, hjartaóþægindi 4, en 3 höfðu meltingartruflanir.
19. Ýmsir sjúkdómar.
1 þessurn flokki eru loks 44 sjúklingar, þar af 9 karlar og 35 konur.
20 þessara sjúklinga voru fyrst og fremst taldir öryrkjar vegna ellihrum-
leika, enda allir j'fir sextugt, nema ein kona, 58 ára.1)
1) Auk þessara sjúklinga voru 6 sjúklingar með berkla (eitlaberklar o. fl.) i
Pessum flokki. (Sjá kaflann um berklaveiki.) Eru bví sjúklingarnir með ýmsa sjúk-
úóma taldir 50 í töflunni, er sýnir aðalniðurstöður.
16