Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1946, Blaðsíða 110
108
Ýmsir fara yfir aldursmarkið og færast yfir i ellilaunaflokkinn. Slíkt er
hægt að leiðrétta og verður gert hér. Hagur annarra batnar svo, að þeir
liirða eigi að sækja um lífeyrinn eða telja það tilgangslaust. Enn aðrir
deyja, einkum úr hópi roskinna og aldraðra, en vitneskjan um það herst
oft seint og illa. Ber því að taka öllum tölum með varúð.
Rannsókn efniviðarins var hagað þannig, að gerð var athugun á orsök-
um örorkunnar eftir líffærum eða líffærakerfum.
Þá var gerð tafla um, hversu öryrkjarnir skiptust á ýmsa sjúkdóma
innan ólíkra líffæra eða líffærakerfa, og fylgir greinargerð um það. Gef-
inn var gaumur að því, hvaða aukakvillar fundust tíðast í hverjum flokki,
auk þess sjúkdóms, sem talinn var örorliuorsökin.
Athugað var, á hvaða aldri umsækjendur urðu öryrkjar, og var þá
ílokkað eftir helztu sjúkdómum, en ekki eftir líffærakerfum.
Næst var atliugað um fyrri störf, starfsnám eða aðra menntun, og var
þá einnig flokkað eftir sjúkdómum.
Enn var gerð tafla eftir sjúkdómum um stig örorkunnar, eins og
hún var metin, og svnir laflan einnig búsetu öryrkjanna, þ. e. hvort þeir
bjuggu í bæ, þorpi eða sveit.
II. Fjöldi öryrkja og aðalorsakir örorku þeirra
eftir líffærum.
Fjöldi öryrkjanna, er metnir voru yfir 50% öryrkjar 1944, var 1318.
Á árinu 1945 bættust við 37G umsækjendur. Heildarefniviðurinn er þvi
1694 öryrkjar. Þess ber að geta, að 128 umsækjendanna frá 1944 hafa
orðið 67 ára á árinu 1945 og því flutzt í ellilaunaflokk, ef þeir liafa lifað.
Rannsókn þessi fjallar um alla öryrkjana, 1694 að tölu, en á öðrum
stað er gerð grein fyrir, hvernig fyrrnefnd 128 gamalmenni skiptast á
ýmsa sjúkdóma og sömuleiðis „nýliðarnir" 1945.
Þegar til þess kom að flokka öryrkjana eftir líffærum og sjúkdóm-
um, var oft úr vöndu að ráða, hvar skipa bæri þeim í flokk. Læknisvott-
orðin báru með sér, að mjög oft voru fleiri en einn — stundum margir —
sjúkdómar að einum og sama umsækjanda, og er slíkt ekkert undrunar-
efni. Einnig var þetta vandamál, er um berkla var að ræða, því að margir
sjúklinganna höfðu berkla víðar en á einum stað, t. d. í brjóstholi, ritlim-
um, hrygg eða kviðarholi samtímis.
Á þetta er bent til að vekja athygli á, að flokkunin var oft erfitt mats-
atriði, sem um mætti deila. En til þess að vega nokkuð upp á móti þess-
um galla, var reynt að telja saman alla þá sjúkdóma og sjúkdómsein-
lcenni, er talizt gátu meðvirk orsök örorkunnar að verulegu leyti.
Hér fer á eftir linurit og tafla um aðalorsakir örorkunnar: