Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1946, Blaðsíða 108
II. Orsakir örorku á íslandL
Eftir Jóhann Sæmnndsson.
I. Inngangur.
Frá því að alþýðutryggingalögin frá 1936 gengu í gildi, hefur árlega
farið fram mat á örorku þess fólks, á aldrinum 16—67 ára, sem sótt hefur
um örorkulífeyri. En sá telst öryrki samkvæmt lögunum, „sem ekki er
lengur fær um, við störf, er samsvara lífskröftum hans og verkkunnáttu
og sanngjarnt er að ætlast til af honum, með hliðsjón af uppeldi hans og
undanfarandi starfa, að vinna sér inn liehning þess, er andlega og lílcam-
lega heilbrigðir menn eru vanir að vinna sér inn i því héraði.“
Fyrstu árin fór örorkumatið fram heima í hverju læknishéraði, og
önnuðust héraðslæknar það. En hrátt þótti sýnt, að þetta skipulag var
miður heppilegt. Þar sem um 50 héraðslæknar framkvæmdu örorku-
matið, var liætt við, að það gæti orðið sundurleitt. Auk þess gengu ör-
orkuvottorðin þá til sveitastjórnanna, er sáu um úthlutun bótanna, og
gat því eigi orðið um það að ræða að safna gögnum um orsakir örork-
unnar í landinu.
Árið 1940 varð því sú breyting á, að ákveðið var, að öll örorkuvottorð
af landinu skyldu send tryggingayfirlækni til örorkumats, en auk þess
skyldi hann og annast skoðun og mat örorku allra þeirra, er sækja um
örorkulífeyri í Reykjavík.
Á þeim árum, sem síðan eru liðin, hafa því safnazt fyrir hjá Trygg-
ingastofnun ríkisins allveruleg gögn um orsakir örorku i landinu, þar
sem örorkan hefur verið metin og flokkuð af einum og sama manni.
Vitneskjan um, hvað valdi örorku meðal íslendinga, getur verið mikil-
væg og til gagns á margan hátt, því að keppa ber að því að koma í veg
l'yrir, að fólk verði öryrkjar fyrir aldur fram, sé þess nokkur kostur. En
áður en varnaraðgerðum verði beitt, þarf að vita sem nánast, hvar skór-
inn einkum kreppir.
f ritgerð um öryrkjavinnu í ritinu: Almannatryggingar á íslandi, eftir
Jón Blöndal og Jóhann Sæmundsson, gerði ég stutta grein fyrir orsökum
örorku samkvæmt örorkuvottorðum 1944. Tók sú athugun til 1318 manns,
en var aðeins bráðabirgðaathugun.
Ýmsar aðferðir mætti nota við að vinna úr örorkuvottorðunum til að
afla vitneskju um orsakir örorku í landinu. Til dæmis mætti nota allan