Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1946, Blaðsíða 114
112
Tíðastir aukakvillar þessara sjúklinga voru:
Of hár blóðþrýstingur ...................... 16 sjúklingar
Meltingartruflanir .......................... 13 —
Mikið magnleysi ............................. 12 —
Þrautir í útlimum ........................... 11 ■—
Hjartasjúkdómar ............................. í) —
Heymæði er getið sérstaklega í 4 sjúklingum, en líklegt er, að hennar
hafi g^elt miklu oftar. Er sú ályktun dregin af því, að af 25 manns í þess-
um flokki, sem búsettir voru í sveit, voru 19 karlar. Þess má geta, að 1
sjúklingur var talinn liafa silicosis. Var það 54 ára maður í Reykjavík,
sem lengi hafði unnið við steinhögg.
Auk þessara 85 sjúklinga hafði 81 sjúklingur bronchitis chronica,
emphysema pulmonum og asthma sem meðvirkar orsakir örorku. Þar
af höfðu 12 asthma.
3. Hjartasjúkdómar.
Þeir sjúklingar, sem taldir voru til þessa flokks, eru 156 alls, 43 karlar
og 113 konur. í þessum flokki eru fyrst og fremst hjartasjúkdómar, en
einnig langvinnir nýrnasjúkdómar (nephritis chronica og nephrosclerosis)
og æðakölkun. Sjúklingar með of liáan blóðþrýsting eru því aðeins tahlir
með í þessum flolcki, að þeir hafi einkenni um lijartabilun jafnframt.
Sjúklingarnir skiptast þannig:
Hjartabilun ..... 114 sjúklingar
Nýrnasjúkdómar 18 — ( með einkennum hjartahilunar
Æðakölkun ....... 24 —- j eða angina pectoris.
Af þessum 156 öryrkjum höfðu 82 sjúklega hækkaðan hlóðþrýsting.
Við örorkumatið var jafnan mest lagt upp úr hækkun diastoliska þrýst-
ingsins. Væri hann 100 eða meira, var það talið sjúldegt.
Aldur sjúklinganna, er þeir urðu öryrkjar, var þessi:
Aldur ..... 0—19 20—29 30—39 40—49 50—59 60—66
Tala ...... 4 5 5 19 44 79
Eins og tölurnar sýna, er hér einkum um roskið og gamalt fólk að
ræða. Liðagigt (febris rheumatica acuta) virðist sjaldan hafa verið orsök
hjartabilunarinnar. 2 af yngstu öryrkjunum höfðu með vissu með-
fæddan hjartasjúkdóm (morbus coeruleus). Rétt er að geta þess hér, að
af 132 sjúklingum, sem taldir verða í liðasjúkdómaflokknum, höfðu 12
lokugalla.
Aukakvillar og meðvirkar orsakir örorkunnar voru helztar þessar,
auk hækkaðs hlóðþrýstings:
Offita .................................... 16 sjúklingar
Emphysema ................................. 17 —
Bronchitis clironica ...................... 15 •—■