Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1946, Blaðsíða 122
120
Hækkaður blóðþrýstingur ....................... 8 sjúklingar
Andlegar breytingar ........................... 8 —
Liðasjúkdómar (arthrosis posttrauinatica) .. G —
Almennt þrekleysi (asthenia) .................. 9 —
16. Vöðva- og' taugasjúkdómar.
í þessum flokki eru 57 sjúklingar, 24 karlar og 33 konur.
Aldur sjúklinganna, er þeir urðu öryrkjar, var þessi:
Aldur ..... 0—19 20—29 30—39 40—49 50—59 60—GG
Tala ...... 3 2 6 10 13 23
Hér er einkum um roskið fólk að ræða með sundurleit sjúkdómsein-
kenni, saman tvinnuð á margan liátt, svarandi helzt til þess, sem í dag-
legu tali er nefnt vöðva- og taugagigt. Tíðustu einkennin voru iscliias-
syndroma og önnur hliðstæð einkenni um langvinnar taugaþrautir
(neuralgiae-myalgiae) eða taugabólga (neuritis) í útlimataugum. Enn
fremur bólgueinkenni í holdi umhverfis liðamót (periarthritis), án þess
að fundið yrði, að sjálfir liðirnir væru slcemmdir. Þá voru og taldir hér
til ýmsir sjaldgæfir sjúkdómar, svo sem myositis ossificans og myasthenia
gravis. Hins vegar voru nokkur tilfelli af dystrophia musculorum pro-
gressiva talin með taugasjúkdómum.
Öryrkjar vegna ischias-syndroma voru 18, og má Vafalaust gera
ráð fyrir, að einhverjir þeirra hefðu átt að teljast til flokksins: Afleið-
ingar slysa, ef trúa má kenningunum um tiðni prolapsus disci inter-
vertebralis sem ischias-orsök. Öllum bollaleggingum um þetta var þó
sleppt, því að tilraunir til slíkrar greiningar hefðu orðið handahóf eitt.
Tíðustu aukakvillar og einkenni í þessum flokki voru:
Hækkaður blóðþrýstingur ...................... 9 sjúklingar
Meltingartruflanir ........................... 9 -—
Bronchitis chronica & emphysema .............. 4 -—
17. Sjúkdómar í skynfærum.
Öryrkjar af völdum sjúkdóma i skynfærum voru taldir 69, þar af 38
karlar og 31 kona. Var hér eingöngu um fólk að ræða, sem var öryrkjar
vegna blindu eða sjóndepru á mjög háu stigi, eða þá algerlega heyrnar-
laust.
Aldur sjúklinganna, er þeir töldust verða örvrkjar, var þessi:
Aldur ..... 0—19 20—29 30—39 40—49 50—59 60—66
Tala ...... 11 4 5 1 13 35
Er hér einkum um roskið og gamalt fólk að ræða, en eftirtektarvert
er, hve tiltölulega margir eru innan við tvítugt, eða 11 talsins. Af þeim