Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1946, Blaðsíða 134
III. Fylgiskjöl.
Listi yfir löggjöf um alþýðuíryggingar.
Árið 1936.
Lög nr. 26 frá 1. febrúar 1936, um alþýðutryggingar.
Heildarlög. Öðluðust giltli 1. apríl 1936. Sbr. lög nr. 74 frá 31. desember 1937.
Lög nr. 49 frá 7. apríl 1936, um frestun á framkvæmd 2. og 3. málsgreiliar
62. gr. laga nr. 26 frá 1. febrúar 1936, um alþýðutryggingar.
Lögin öðluðust þegar gildi. Samkvæmt þeim var framkvæmd þessara málsgreiria,
sem varða tryggingarskyldu embættismanna og barnakennara, frestað til 1. apríl 1937.
Sbr. lög nr. 4 frá 1. apríl 1937.
Bráðabirgðalög nr. 109 frá 23. september 1936, um viðauka við lög nr. 26
l'rá 1. febrúar 1936, um alþýðufryggingar.
Lögin öðluðust ]>egar gildi. Samkvæmt þeim kom til greina við útlilutun elli-
launa fólk yngra en 67 ára, ef það hafði áður notið ellistyrks samkvæmt lögum nr.
17 frá 9. júli 1909, uin almennan ellistyrk. Sbr. lög nr. 41 frá 13. júní 1937.
Árið 1937.
Lög nr. 4 frá 1. apríl 19.37, um framlenging á gildi laga nr. 49 frá 7 apríl
1936, um frestun á framkvæmd 2. og 3. málsgreinar 62. gr. laga nr. 26 frá 1.
febrúar 1936, um alþýðutryggingar.
Lögin öðluðust þegar gildi. Samkvæmt þeim var framkvæmd þessara málsgreina
frestað til 1. júli 1938. Sbr. lög nr. 74 frá 31. desember 1937.
Lög nr. 41 frá 13. júní 1937, um viðauka við lög nr. 26 frá 1. febrúar 1936,
um alþýðutryggingar.
Lögin öðluðust þegar gildi. Þau voru staðfesting á bráðabirgðalögum nr. 109 frá
23. september 1936. Sbr. lög nr. 74 frá 31. desember 1937.
Lög nr. 72 frá 31. desember 1937, um breyting á lögurn nr. 26 frá 1. febrúar
1936, um alþýðutryggingar.
Lögin öðluðust gildi 1. janúar 1938. Lögin fólu í sér verulegar breytingar á
öllum köflum alþýðutryggingalaganna frá 1936, nema kaflanum um atvinnuleysis-
tryggingar. Þau voru felld inn í meginmál laganna, sbr. lög nr. 74 frá 31. desember
1937.
Lög nr. 74 frá 31. desember 1937, um alþýðutryggingar.
Heildarlög. Öðluðust gildi 1. janúar 1938. Þau fólu í sér meginmál laga nr. 26
frá 1. febrúar 1936 með áorðnum breytingum. Þann 1. janúar 1944 féllu úr gildi
I.—III. kafli laganna (1.—45. gr.), sbr. lög nr. 104 frá 30. desember 1943, og 1. janúar 1947
féllu lír gildi IV.—VII. kafli, sbr. lög nr. 50 frá 7. mai 1946, um almannatrj'ggingar.