Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1946, Blaðsíða 109
107
elniviðinn, sem til liefur fallið síðan 1940, til að vinna úr. Með því fengjust
vitanlega hærri tölur, er ef til vill hefðu meiri hagfræðilega þýðingu og
gæfu öruggari vitneskju um, hvernig efniviðurinn skiptist á einstaka
sjúkdóma, að því tilskildu, að sjúkdómsgreining gæti orðið sæmilega
örugg.
Það, sem mestu réð um, að þessi Jeið var ekki farin, var, að fyrslu
U1‘in eftir breytinguna þurfti oft að endursenda læknisvottorð og krefja
frelcari vilneskju um ástand öryrkjanna, áður en liægt væri að taka af-
sföðu. Það skal einnig játað, að fullvægt var farið í þetta, ef fullnægja
Iiefði átt ströngustu skilyrðum, en á hitt ber að líta, að stilla verður í
lióf kröfum til héraðslækna i strjálbýli urn nýja og fyllri skoðun, ef hún
hefur í för með sér, að læknir eða sjúklingur takist langa og erfiða ferð
a hendur til þess eins. í })essu fólst naumast mikil hætta, því að bæði
er það, að úthlutað var eftir efnum og ástæðum, og eins hitt, að læknarnir
eru oft fáorðastir um þá sjúklinga, sem þeir þekkja vel og vila með sjálf-
11 m sér, að eru öryrkjar. Falla þá oft undan þær nákvæmu lýsingar, sem
við þarí' til að sannfæra ókunnugan.
Smám saman hafa þó þessi mál komizt í fastari skorður og auknar
upplýsingar fengizt í góðri samvinnu við héraðslæknana. En þó her ekki
að neita því, að sjúkdómsgreiningin og flokkunin, sem byggð er á vott-
orðunum, er mjög oft mndeilanleg.
Af framangreindunr sökum var sú Ieið farin að taka örorku-umsækj-
endur eins árs, eftir að sæmileg festa og skipulag þótti komið á meðferð
þessara mála, hæði gerð læknisvoltorða og mat örorkunnar. Má það vera
hl afsölcunar, að þessi mál, meðferð þeirra og skipulag, svo og örorku-
mat í þessu skyni, var allt nýtt hér hjá okliur. Engri reynslu var á að
^yggja.
Ef tekið er eitt ár, er síðan hægt að g'anga út frá því. Má þá bæta við, eða
réttara sagt rannsaka frá ári til árs, hvernig nýliðarnir í öryrkjahópnum
skiptast á ólíka sjúkdóma. Er fram líða stundir, getur þessi aðferð gefið
vitneskju um, hvort nýliðarnir skiptast í svipuðum mæli á ýmsa sjúk-
dóma ár frá ári, eins og þeir gerðu í frumefniviðnum. Ætti þetta að geta
leitt í ljós, hvort sveiflur verða á tíðni ólíkra sjúkdóma sem örorku-
orsaka, en einnig hilt, hvort örorkuvarnir,1) ef reyndar væru, kæmu að
einhverju gagni.
Hér hefur því sú leið verið valin að rannsaka orsakir örorku þess fólks,
sem metið var meira en 50% öryrkjar 1944. Síðan er bætt við nýliðun-
mn, er bættust í hópinn 1945. Tekið skal fram, að örorkumatið fer eink-
nin fram á haustin og gildir fyrir næsta ár á eftir. Hér er því um að ræða
mnsækjendur um örorkulífeyri fyrir árin 1945 og 1946.
Mikil vandkvæði eru á því að vita með vissu tölu þeirra, sem metnir
eru yfir 50% öryrkjar á einhverjum ákveðnum tíma, t. d. um áramót.
1) Sjá ritgerðii' um heilsugæzlu og öryrkjavinnu i ritinu: Almannatryggingar á
Islandi.