Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1946, Blaðsíða 118
116
Aldur sjúklinganna, er þeir urðu öryrkjar, var þessi:
Aldur ..... 0—19 20—29 30—39 40—49 50—59 60—66
Tala ...... 2 2 5 13 6 7
Iívartanir þessara sjúklinga voru mjög margbreytilegar og virtust
livergi nærri svara til þess, sem fannst að þeim við skoðun. Algengustu
kvartanirnar voru um óþægindi frá meltingarfærum og hjarta. Nokkuð
hækkaður blóðþrýstingur fannst að 6 sjúklingum.
10. Geðveiki.
Öryrkjar, af völdum geðveiki, voru taldir 88, þar af 30 karlar og 58
konur.
Aldur þeirra, er örorkan hófst, var þessi:
Aldur ..... 0—19 20—29 30—39 40—49 50—59 60—66
Tala ...... 6 8 17 22 23 12
Engin tilraun verður gerð til að flokka þessa sjúklinga eftir íegund-
nm geðveiki. Af þessum 88 sjúklingum voru 10 til stuttrar dvalar í sjúkra-
húsi, að ætlað var, hinir í heimahúsum. Af þeim, sem heima voru, þurfti
21 algera vöktun vegna æðis. Hinir höfðu nokkurt frelsi, en þörfnuðust
þó flestir eftirlits.
Tíðustu aukakvillar þessara sjúklinga voru þessir:
Meltingartruflanir .......................... 9 sjúklingar
Hækkaður blóðþrýstingur ..................... 9 •—
Liðasjúkdómar ............................... 8 —
Hjartasjúkdómar ............................. 3 •—
Auk þessara 88 sjúklinga hafði 51 sjúklingur veruleg einkenni
geðveiki, þótt aðrir sjúkdómar væru taldir aðalorsök örorkunnar.
11. Ýmsir taugasjúkdómar.
í þessum flokki eru taldir 230 sjúklingar með ýmsa vefræna tauga-
sjúkdóma, 105 karlar, en 125 konur. Af þeim eru 74 öryrkjar vegna af-
Ieiðinga mænusóttar, 13 vegna afleiðinga meiðsla á höfði, en 143 vegna
ýmissa annarra sjúkdóma. Mest ber þar á afleiðingum heilabólgu og
selerosis disseminata.
Aldur sjúklinganna, er þeir urðu öryrkjar, var þessi:
Aldur ........... 0—19 20—29 30—39 40—49 50—59 60—66
Tala ............ 81 41 43 23 26 16
Þar af mænusótt 39 16 16 1 2 „
Tölurnar sýna, að 165 af 230 urðu öryrkjar innan fertugs, 71 vegna
mænusóttar, en rúmlega 30 vegna sclerosis disseminata.