Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1946, Blaðsíða 136
134
Árið 1941.
Lög nr. 56 frá 27. júní 1941, um viðauka við og breyting á lögum nr. 74
frá 31. desember 1937, um alþýðutryggingar.
Lögin öðluðust þegar gildi og komu til framkvæmda fyrir allt árið 1941 (jafn-
framt voru úr gildi numin lög nr. 73 frá 7. maí 1940). í 1. gr. laganna var kveðið á
um það, að meðan vísitala kauplagsnefndar væri 110 eða hærri skyldi: a) greiða upp-
bætur á slysabætur í samræmi við vísitölu kauplagsnefndar b) liámark framlag
ríkissjóðs og sveitarsjóða til sjúkrasamlaga, samkvæmt 1. málsgr. 35. gr. alþýðu-
tryggingalaganna, hækka í samræmi við visitöluna c) Lífeyrissjóður íslands greiða
30% af heildaruppliæð ellilauna og örorkubóta i II. flokki d) innlieimta iðgjöld
til Lífeyrissjóðs Islands með viðauka i samræmi við vísitöluna 1. april það ár, sem
gjaldið væri lagt á e) tekjuhámark það, sem var skilyrðí fyrir að njóta sjúkrasamlags-
hlunninda gegn einföldu iðgjaldi, miðast við umreiknaðar hreinar tekjur að frá-
dregnum persónufrádrætti. — Samkvæmt 2. gr. fékk stjórnarráðið nokkuð frjálsari
liendur en áður varðandi breytingar á skiptingunni í áhættuflokka og á iðgjöldum.
— f 3. gr. var mælt fyrir um það, að lifeyrissjóðsgjald samkvæmt 2. tölulið 49. gr.
skyldi miðað við hreinar tekjur að frádregnum persónufrádrætti. — 4. gr. kvað á
um það, að ríkissjóður bæri kostnaðinn af hinu aukna frainlagi lífeyrissjóðs til elli-
launa og örorkubóta samkvæmt c-lið 1. gr.
Frá 1. janúar 1944 féllu úr gildi a-, b- og e-liðir 1. gr. og 2. gr. þessara laga,
sbr. 19., 47., 32. og 20. gr. laga nr. 104 frá 30. desember 1943. Sbr. enn fremur lög
nr. 105 frá 30. desember 1943 varðandi breytingar á c-lið 1. gr. og 4. gr. Þann 1.
janúar 1947 féllu lögin i heild úr gildi, sbr. lög nr. 50 frá 7. mai 1946, um almanna-
tryggingar.
Árið 1942.
Bráðabirgðalög nr. 50 frá 30. júní 1942, um breyting á lögum nr. 74 frá
31. desember 1937, um alþýðutryggingar.
Lögin öðluðust gildi 1. júlí 1942. Samkvæmt þeim var tekjuhámark það, sem
var skilyrði fyrir þvi að njóta samlagsréttinda gegn einföldu iðgjaldi, liækkað úr
kr. 4500.00 upp í kr. 5500.00. Sbr. lög nr. 94 frá 25. september 1942.
Lög nr. 94 frá 25. september 1942, um breyting á lögum nr. 74 frá 31.
desember 1937, um alþýðutryggingar.
Lögin öðluðust gildi 1. júlí 1942. Samkvæmt þeim var tekjuliámark það, sem
var skilyrði fyrir því að njóta samlagsréttinda gegn einföldu iðgjaldi, liækkað úr
kr. 4500.00 upp í kr. 7000.00. Lög þessi féllu úr gildi 1. janúar 1944, sbr. lög nr.
104 frá 30. desember 1943.
Árið 1943.
Lög nr. 53 frá 14. apríl 1943, um breyting á lögum nr. 74 frá 31. desem-
ber 1937, um alþýðutryggingar.
Lögin öðluðust þegar gildi og komu til framkvæmda frá 1. janúar 1943. Sam-
kvæmt þeim skyldu ríkissjóður og hlutaðeigandi bæja- og sveitasjóðir greiða hver
um sig í sjóð sjúkrasamlaganna % greiddra iðgjalda, þó ekki yfir kr. 12.00 l'yrir
hvern tryggðan mann (samkvæmt alþýðutryggingalögunum 1937 var þetta hámark
kr. 10.00). Lög þessi féllu úr gildi 1. janúar 1944, sbr. 47. gr. laga nr. 104 frá 30.
desember 1943.
Lög nr. 42 frá 14. apríl 1943, um dýrtíðarráðstafanir.
Með lögum þessum var m. a. ákveðið, að árið 1943 skyldi leggja á nýjan skatt,
svo nefndan verðlækkunarskatt, á tekjur ársins 1942, og skyldi verja 3 millj. kr. af
skatti þessum til þess að efla alþýðutryggingarnar. Skatturinn var aðeins innheimtur
þetta eina ár.
Lög nr. 104 frá 30. desember 1943, um breyting á I.—III. kafla laga um
alþýðuíryggingar.
Lögin öðluðust gildi 1. janúar 1944. Samtímis féllu úr gildi: I,—III. kafli (1.—
45. gr.) laga nr. 74 frá 31. desember 1937, um alþýðutryggingar; 1.—15. gr. laga nr.