Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1946, Blaðsíða 133
ÍSÍ
VIII. Niðurlag'.
Iiér að framan hefur verið gerð noklcur grein fyrir orsökum örorku
á íslandi, samkvæmi örorkuvottor'ðum þeirra, er taldir voru meira en
50% öryrkjar hauslið 1944, að viðbættum þeim, er sóltu í fyrsta sinn eða
náðu þessu mati í fyrsta sinn haustið 1945. Fjallar athugunin um 1694
einstaklinga.
Var unnið úr efniviðnum á ýmsan hátt, eins og töflurnar sýna.
Vitanlega hefði mátt vinna enn betur úr honum, en ekki þótti ástæða
til að fara út í nánari sundurliðun. Hefði það lengt þetta mál um of.
Megináherzla var lögð á að draga fram aðalatriðin. Ef hugsað er til
Kkipulegra aðgerða í þá átt að sjá öryrkjum fyrir vinnu við þeirra hæfi,
eða miðla fólki, sem er að missa heilsuna, vinnu, sem hæfir kröftum
þess og fremur er líkleg til að koma í veg fyrir frekari örorku en stuðla
að því, að byrjandi örorka haldi áfram að ágerast, er mikilvægt að vita,
hve margir hafa fötlun sömu eða svipaðrar tegundar, t. d. hve margir
eru fatlaðir á útlimum, með sjúkdóm í blóðrásarkerfi o. s. frv.
Athugun sú á þessu máli, sem hér hefur verið gerð, nær að vísu til
mjög fárra af þeim, sem sjúkir og fatlaðir eru. Hún er auk þess mjög
ófullkomin og áreiðanlega skeikul um margt. Ókleift hefur reynzt að
afla gagna um svipaðar rannsóknir í öðrum löndum, svo mjög sem
samanburður hefði þó verið fróðlegur. Þrátt fyrir allt þetta, er þessi
athugun þó nokkurs virði til að veita vitneskju um örorku og orsakir
örorku þess fólks, sem verst er farið.