Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1946, Blaðsíða 137
135
92 frá 14. mai 1940; a-, b- og e-liðir 1. gr. og 2. gr. Iaga nr. 56 frá 27. júni 1941 í
iög nr. 94 frá 25. september 1942, og iög nr. 53 frá 14. april 1943. Lög þessi voru
birt i árbók Tryggingastofnunarinnar 1942 og þykir ekki ástæða til að rekja efni
þeirra hér. Þau féllu úr gildi 1. janúar 1947, sbr. lög nr. 50 frá 7. mai 1946, um al-
mannatryggingar. Þó heldur III. kafli laganna gildi sínu, þar til III. kafli laga um
almannatryggingar kemur til framkvæmda.
Lög nr. 105 frá 30. desember 1943, um breyting á lögum nr. 56 frá 27.
júní 1941, um viðauka við og breyíing á lögum nr. 74 frá 31. desember 1937,
um alþýðutryggingar.
Lögin öðiuðust gildi 1. janúar 1944 og komu til framkvæmda við úthlutun á þvi
ári fyrir árið 1945. Þau mæltu svo fyrir, að Lifeyrissjóður Islands skyldi greiða 50%
af heildarupphæð ellilauna og örorkubóta, i stað 30% áður, og að skipting bótaþega
í flokka félli niður. Þessi skipun málanna var hugsuð sem bráðabirgðalausn, þar til
ýtarlegri endurslcoðun á IV. og VI. kafla alþýðutryggingalaganna (elli- og örorkutrygg-
ingar og ellilaun og örorkubætur) væri lokið. Lögin féllu úr gildi 1. janúar 1947,
sbr. lög nr. 50 frá 7. maí 1946, um almannatryggingar.
Listi yfir lög í nánu sambandi við alþýðutryggingalögin.
Ellistyrktarsjóðir.
Lög nr. 83 frá 11. júní 1938, um að flytja fé ellistyrktarsjóða sveitar- og
bæjarfélaga úr aðaldeild söfnunarsjóðs í útborgunardeild hans.
Lögin öðluðust þegar gildi. Samkvæmt þeim féllu ellistyrktarsjóðirnir til út-
borgunar 1. júli 1939 til Tryggingastofnunar ríkisins.
Sérstakir lífeyrissjóðir.
Lög nr. 51 frá 27. júní 1921, um lífeyrissióð embættismanna og ekkna þeirra.
Lögin öðluðust gildi 1. janúar 1920. Féllu úr gildi 1. júlí 1944, sbr. lög nr.
101 frá 30. desember 1943.
Lög nr. 101 frá 30. desember 1943, um lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins.
Lögin öðiuðust gildi 1. júlí 1944 Sbr. lög nr. 40 frá 15. febrúar 1945, um
breyting á lögunum.
Lög nr. 40 frá 15. febrúar 1945, um breyting á lögum nr. 101 frá 30. des-
ember 1943, um lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins.
Giidistaka ekki tilgreind.
Lcg nr. 33 frá 27. júní 1921, um lífeyrissjóð barnakennara og ekkna þeirra.
Lögin öðluðust gildi 1. janúar 1921. Féllu úr gildi 1. júlí 1944, sbr. lög nr.
102 frá 30. desember 1943.
Lög nr. 102 frá 30. desember 1943, um iífeyrissjóð barnakennara og ekkna
þeirra.
Lögin öðluðust gildi 1. júlí 1944.
Lög nr. 86 frá 11. júní 1938, um lífeyrissjóð ljósmæðra.
Lögin mæla svo fyrir, að sjóðurinn taki til starfa 1. janúar 1940, enda hafi
iðgjöld verið greiad fyrir árin 1938 og 1939 og ríkissjóðstillagið fyrir árið 1939.
Sbr. lög nr. 114 frá 30. maí 1940, um breyting á lögunum.
Lög nr. 114 frá 30. maí 1940, um breyting á lögum nr. 86 frá 11. júní
1938, um lífeyrissjóð ljósmæðra.
Lögin öðluðust þegar gildi.