Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1963, Side 9
Löggjöf um almannatryggingar
og skyld málefnL
A. Lög um almannatryggingar.
í ársbyrjun 1961 voru í gildi lög nr. 24/1956 með þeim breytingum, sem fólust í
lögum nr. 28/1959, lögum nr. 13/1960 og lögurn nr. 86/1960. Á árunum 1961 og
1962 voru þrívegis samþykktar breytingar á lögunum frá 1956, þ. e. með lögum nr.
95/1961, lögum nr. 18/1962 og lögum nr. 89/1962.
Vorið 1963 samþykkti Alþingi ný almannatryggingalög, lög nr. 40 30. apríl 1963,
og með lögum nr. 72/1963 voru bætur, aðrar en fjölskyldubætur, hækkaðar um 15%.
Þessi tvenn lög fara hér á eftir. Þá er skrá um allar breytingar, sem gerðar voru
árin 1957—1963 á almannatryggingalögunum frá 1956.
1. Lög nr. 40 30. apríl 1963 unr almannatryggingar.
I. KAFLI
Skipulag og stjórn.
1. gr. Almannatryggingar teljast samkvæmt lögum þessum:
1. Lífeyristryggingar.
2. Slysatryggingar.
3. Sjúkratryggingar.
2. gr. Tryggingastofnun ríkisins annast lífeyristryggingarnar og slysatryggingarnar
og hefur með höndum umsjón og yfirstjórn sjúkratrygginganna, allt undir yfirum-
sjón ríkisstjórnarinnar (félagsmálaráðuneytisins).
Hver grein trygginganna, sbr. 1. gr., er sjálfstæð deild í Tryggingastofnuninni og
hefur þar sérstakan fjárhag. Engin deildanna ber ábyrgð á skuldbindingum annarrar.
Tryggingastofnun ríkisins hefur heimili og varnarþing i Reykjavík.
5. gr. Ráðherra skipar, að fengnum tillögum tryggingaráðs, forstjóra Trygginga-
stofnunar ríkisins og, að fengnum tillögum forstjóra og tryggingaráðs, skrifstofustjóra,
tryggingafræðing, tryggingayfirlækni, sem jafnframt er deildarstjóri sjúkratrygginga-
deildar, aðra deildarstjóra, aðalgjaldkera og tryggingalækni, tryggingayfirlækni til
aðstoðar.
Um ákvörðun launa fastra starfsmanna Tryggingastofnunarinnar fer eftir lögum
um kjarasamninga opinberra starfsmanna.