Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1963, Blaðsíða 13
11
19. gr. Hver sú kona, sem verður ekkja innan 67 ára aldurs, á rétt á bótum í þrjá
mánuði eftir lát eiginmanns síns, kr. 2 000.00 mánaðarlega.
Ef ekkja hefur barn, yngra en 16 ára, á framfæri sínu, á hún enn fremur rétt á
bótum í 9 mánuði í viðbót, kr. 1 500.00 mánaðarlega.
20. gr. Þegar niður falla bætur samkvæmt 19. gr., á hver sú kona, sem orðin var
50 ára við lát rnannsins, rétt á ekkjulífeyri lil 67 ára aldurs. Ekkjulífeyrir miðast við
aldur konunnar, þegar lífeyrisréttur stofnast. Sé konan þá orðin 65 ára, grciðist fullur
lífeyrir, en ella lækkar hann um 5% fyrir hvert ár eða brot úr ári, sem vantar á þann
aldur. Lífeyrir fellur niður, ef ekkja gengur í hjónaband.
Akvæði 1. málsgr. þessarar greinar skulu einnig gilda um ekkjur, fráskildar konur
og ógiftar mæður, ef þær eru orðnar 50 ára, þegar þær hætta að taka barnalífeyri.
Tryggingaráði er heimilt að veita ekkju ekkjulífeyri frá 50 ára aldri, þótt hún hafi
verið yngri, er maður hennar lézt, enda hafi hjónabandið staðið a. m. k. 20 ár.
Fullur ekkjulífeyrir er kr. 18 240.00 á ári.
27. gr. Heimilt er að greiða uppbót á elli- og örorkulífeyri, ef sýnt þykir, að líf-
eyrisþegi geti ekki komizt af án hækkunar.
Tryggingastofnunin ákveður uppbót samkvæmt grein þessari að fengnum tillögum
sveitarstjórnar, og greiðist hún að 3/ af Tryggingastofnuninni, en að 2/ af sveitar-
sjóði. Er stofnuninni heimilt að verja í þessu skyni uppliæð, sem nemur allt að 10%
af heildarupphæð elli- og örorkulífeyris siðastliðins árs.
Hlutur Tryggingastofnunarinnar greiðist því aðeins, að hlutur sveitarsjóðs sé jafn-
framt greiddur.
22. gr. Nú ákveður sveitarstjórn að koma á fót heimilishjálp fyrir ellilífeyrisþega,
og getur try'ggingaráð þá ákveðið, að útgjöld vegna slíkrar heimilishjálpar skuli að
nokkru eða öllu leyti reiknuð sem uppbætur á lífeyri samkvæmt 21. gr., enda séu
reglur um starfsemi þessa samþykktar af tryggingaráði.
C. Tekjur.
23. gr. Útgjöld vegna greiðslu fjölskyldubóta, samkvæmt 15. gr., greiðist að fullu
úr ríkissjóði.
Önnur útgjöld lífeyristrygginganna skulu eftirtaldir aðilar bera, og skulu framlög
og iðgjöld þeirra ákveðin með það fyrir augum, að kostnaðurinn skiptist í þeim hlut-
föllum, er hér greinir:
a. Ríkissjóður 36%.
b. Hinir tryggðu 32%.
c. Sveitarsjóðir 18%.
d. Atvinnurekendur 14%.
24. gr. Fyrir lok júlímánaðar ár livert skal Tryggingastofnunin hafa gert áætlun
um útgjöld lífeyristrygginganna fyrir næsta almanaksár, sem þá þegar skal senda fé-
lagsmálaráðuneytinu til staðfestingar. Auk áætlaðra útgjalda má gera ráð fyrir tillagi
til varasjóðs allt að 2% af áætluðum útgjöldum.
Samkvæmt þcssari staðfestu áætlun skulu ákveðin iðgjöld og framlög næsta árs,
samkvæmt 23. gr.
Nú verður veruleg breyting fyrir árslok á einhverjum þeim atriðum, sem miðað