Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1963, Qupperneq 14
12
var við, þegar grundvðllur fjárhagsáætlunar var lagður, og getur ráðherra þá breytt
framlögum og iðgjöldum í samræmi við þá breytingu.
Komi í ljós við reikningslok, að hið áætlaða framlag hefur orðið of hátt eða ekki
nógu hátt hjá einstökum þátttökuaðiljum samkvæmt 23. gr., skal áætlað framlag
hlutaðeigandi aðila fyrir næsta ár við það miðað, að leiðrétting náist.
25. gr. Framlag rfkissjóðs til lífeyristrygginganna samkvæmt 23. og 24. gr. skal
greitt Tryggingastofnuninni með jöfnum mánaðargreiðslum fyrir 10. hvers mánaðar.
26. gr. Iðgjöld samkvæmt b-lið 23. gr. greiða allir, sem lögheimili eiga í landinu,
16—67 ára að aldri. Undanþegnir gjaldskyldu eru þeir, sem hafa notið bóta sam-
kvæmt þessum kafla, annarra en fjölskyldubóta, barnalífeyris, mæðralauna eða fæð-
ingarstyrks, tvo mánuði eða lengur eða dvalizt hafa í sjúkrahúsi eða hæli á kostnað
trygginganna eða ríkisframfærslunnar jafnlangan tíma á skattárinu, ef hreinar tekjur
þeirra á skattárinu hafa eigi verið hærri en kr. 15 000.00, ef um einstakling er að
ræða, kr. 25 000.00, ef um hjón er að ræða, og kr. 6 000.00 til viðbótar fyrir hvern
ómaga á framfæri. Aldrei skal þó leggja iðgjald á þann, sem ekki hefur haft aðrar
tekjur en bætur samkvæmt lögum þessum.
Skal iðgjald kvenna sem næst fjórðungi lægra en karla og iðgjald hjóna sem næst
einum tíunda hærra en karla.
Félagsmálaráðuneytið ákveður iðgjöldin með reglugerð fyrir næsta ár, um leið
og það staðfestir áætlun trygginganna, sbr. 24. gr. 2. málsgr., að fengnum tillögum
tryggingaráðs.
27. gr. Framlagi sveitarfélaga skal skipta niður á umdæmi kaupstaða og svslufélaga
á eftirfarandi hátt:
a. Tveim fimmtu hlutum framlagsins skal skipta niður í beinu hlutfalli við saman-
lögð útgjöld lífeyristrygginganna í hverju umdæmi fyrir sig árið áður.
b. Tveim fimmtu hlutum í hlutfalli við hreinar tekjur einstaklinga og félaga í um-
dæminu samkvæmt síðasta skattframtali.
c. Einum fimmta hluta í hlutfalli við tölu íbúa á aldrinum 16—67 ára í umdæm-
inu um síðustu áramót.
Innan hvers sýslufélags skiptist framlagið á milli sveitarfélaganna, ef fleiri eru en
eitt, eftir þessum reglum:
a. Einn þriðji skiptist í beinu hlutfalli við hreinar tekjur einstaklinga og félaga
í sveitarfélaginu árið áður.
b. Einn þriðji í hlutfalli við fasteignamat allra eigna í sveitarfélaginu.
c. Einn þriðji skiptist í hlutfalli við fjölda íbúa á aldrinum 16—67 ára í sveitar-
félaginu um síðustu áramót.
Hafi sveitarsjóður eigi tekjur, sem tryggingargjaldi svarar, af þeim fasteignum,
sem framlag sveitarfélags til lífeyristrygginga miðast við, þegar framlagi er skipt
milli sveitarfélaga innan sýslufélags, sbr. b-lið, er sveitarstjórn heimilt að leggja á
og innheimta hjá eigendum fasteignanna upphæð, sem svarar því gjaldi, sem sveitar-
sjóður greiðir þannig vegna þeirra.
Framlög sveitarfélaganna skal greiða ársfjórðungslega. Tryggingastofnunin áætlar
framlag hvers sveitarfélags í ársbyrjun, og eru gjalddagar síðasta dag hvers ársfjórð-
ungs, en lokaskil skulu gerð, þegar hlutur hvers sveitarfélags hefur verið endanlega
ákveðinn samkvæmt framansögðu.
Ríkissjóður ábyrgist framlög sveitarfélaganna.
Verði vanskil af hálfu sveitarfélags á greiðslu framlags lengur en þrjá mánuði,