Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1963, Side 15

Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1963, Side 15
13 skal það frá gjalddaga greiða dráttarvexti, er séu 1% hærri en hæstu útlánsvextir banka á hverjum tíma. 28. gr. Framlagi atvinnurekenda, sbr. 23. gr. d., skal jafna niður á þá, sem hafa í þjónustu sinni launþega, sbr. 31. gr., með iðgjöldum miðuðum við vinnuvikur, unnar í þjónustu þeirra. Sé um tímavinnu að ræða, telst vinnuvikan 48 stundir. Iðgjald þetta greiða og bifreiðastjórar, sem aka eigin bifreið í atvinnuskyni. Upphæð iðgjalds skal ákveðin með reglugerð íyrir eitt ár í senn. í reglugerð skal og ákveða, hversu meta skuli til vinnuvikna störf foreldra, sem dveljast og starfa á heimilum barna sinna eða fósturbarna, störf barna og fósturbarna eldri en 16 ára, sem dveljast og starfa á heimilum foreldra sinna, svo og störf barna, unglinga, gamalmenna og öryrkja, sem dveljast og vinria hjá vandalausum án verulegrar kaupgreiðslu. III. KAFLI Slysatryggingar. A. Almenn ákvæði. 29. gr. Slys er það samkvæmt lögum þessum, ef maður slasast við vinnu, svo að hann deyr eða verður óvinnufær, sbr. þó 2. málsgr. 34. gr. Maður telst vera við vinnu, ef hann er í sendiferðum í þágu atvinnurekstrar eða í nauðsynlegum ferðum til vinnu og frá, enda sé aðeins um að ræða ferðir, sern farnar eru samdægurs milli vinnustaðar og heimilis eða matstaðar. Sama gildir um ferðir sjómanna í erindum í þarfir útgerðarinnar eða fyrir sjálfa sig í erindum, er leiðir beint af starfi þeirra sem sjómanna. Til slysa teljast sjúkdómar, er stafa af skaðlegum áhrifum efna, geislaorku eða öðru hliðstæðu, sem ríkjandi eru í hæsta lagi fáeina daga og rekja verður til vinn- unnar. Ákveða skal með reglugerð, að tilteknir atvinnusjúkdómar skuli teljast bótaskyldir samkvæmt þessum kafla. 30. gr. Þegar að höndum ber slys, sem ætla má bótaskylt samkvæmt þessum kafla, skal atvinnurekandi, eða hinn tryggði, ef ekki er um atvinnurekanda að ræða, tafar- laust senda tilkynningu um slysið í því formi, sem Tryggingastofnunin skipar fyrir um, til lögreglustjóra eða umboðsmanns hans (í Reykjavík til Tryggingastofnunar- innar). Lögreglustjóri sendir tilkynninguna til Tryggingastofnunarinnar ásantt nauð- synlegum upplýsingum. Ilinum slasaða eða þeim öðrum, sent gera vilja kröfu til bóta vegna slyssins, ber að fylgjast með því, að tilkynningarskyldunni sé fullnægt. og geta þessir aðilar leitað aðstoðar lögreglustjóra, ef atvinnurekandi vanrækir til- kynninguna. Ef atvik að slysinu eru óljós eða mál ekki nægilega upplýst eða ástæða til að ætla, að slysið hafi orðið af hirðuleysi eða lélegum útbúnaði, svo og ef Trygg- ingastofnunin eða annar hvor aðila, atvinnurekandi eða hinn slasaði eða fyrirsvars- maður hans, óskar þess, skal lögreglustjóri rannsaka málið fyrir rétti. Ef sá, sem átti að tilkynna slys, hefur vanrækt það, skal það eigi vera því til fyrir- stöðu, að sá, sem fyrir slysi varð, eða eftirlátnir vandamenn hans, geti gert kröfu til bóta, ef það er gert áður en ár er liðið, frá því að slysið bar að höndum. Trygg- ingaráð getur þó ákveðið að greiða bætur, þó að lengri tími líði, ef atvik eru svo ljós, að drátturinn torveldar ekki gagnaöflun um atriði, er máli skipta.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202

x

Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins
https://timarit.is/publication/1877

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.